Kennarar á Akranesi eru óánægðastir Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Stjórnendavandi er sagður í Fjölbrautaskólanum. vísir/gva „Það er eðlilegast að draga þá ályktun að starfsánægja sé mjög tengd stjórnunarháttum. Þessar stofnanir eru með misflinka stjórnendur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um niðurstöður könnunar SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir að aðbúnaður fólks skipti líka miklu máli. Út úr niðurstöðunum má lesa mjög mikinn mun á ánægju starfsmanna framhaldsskólanna. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur verst allra framhaldsskólanna, en Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur best út. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur næstbest út en Menntaskólinn í Kópavogi kemur næstverst út.Guðríður Arnardóttir„Ef þú býrð við sanngirni og þér finnst borin virðing fyrir því sem þú segir að þá ertu ánægðari í starfi, en ef þú upplifir að þú hafir ekkert að segja og hafir engin áhrif,“ segir Guðríður. Hún segir niðurstöðuna í könnuninni í takti við það sem stéttarfélagið hafi upplifað. Athygli vekur að Fjölbrautaskólinn í Ármúla kemur allra skóla á höfuðborgarsvæðinu best út úr könnuninni. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins og Tækniskólans um að Ármúlaskóli verði sameinaður Tækniskólanum. Félag framhaldsskólakennara hóf í vetur könnun á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Könnunin var stöðvuð að kröfu stjórnar Skólameistarafélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi framhaldsskólakennara verður hafist handa við könnunina á ný á næstu dögum. „Var sest yfir framkvæmd og uppbyggingu könnunarinnar og spurningar snyrtar til, opnum spurningum er sleppt alveg og könnunin stytt verulega en markmiðið er það sama: að skoða hvað brennur á okkar félagsmönnum varðandi stjórnun í framhaldsskólunum og finna besta skólameistarann,“ segir í tölvupóstinum. Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá er tilgangurinn einnig að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, við könnuninni en hún svaraði ekki skilaboðum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Það er eðlilegast að draga þá ályktun að starfsánægja sé mjög tengd stjórnunarháttum. Þessar stofnanir eru með misflinka stjórnendur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um niðurstöður könnunar SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir að aðbúnaður fólks skipti líka miklu máli. Út úr niðurstöðunum má lesa mjög mikinn mun á ánægju starfsmanna framhaldsskólanna. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur verst allra framhaldsskólanna, en Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur best út. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur næstbest út en Menntaskólinn í Kópavogi kemur næstverst út.Guðríður Arnardóttir„Ef þú býrð við sanngirni og þér finnst borin virðing fyrir því sem þú segir að þá ertu ánægðari í starfi, en ef þú upplifir að þú hafir ekkert að segja og hafir engin áhrif,“ segir Guðríður. Hún segir niðurstöðuna í könnuninni í takti við það sem stéttarfélagið hafi upplifað. Athygli vekur að Fjölbrautaskólinn í Ármúla kemur allra skóla á höfuðborgarsvæðinu best út úr könnuninni. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins og Tækniskólans um að Ármúlaskóli verði sameinaður Tækniskólanum. Félag framhaldsskólakennara hóf í vetur könnun á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Könnunin var stöðvuð að kröfu stjórnar Skólameistarafélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi framhaldsskólakennara verður hafist handa við könnunina á ný á næstu dögum. „Var sest yfir framkvæmd og uppbyggingu könnunarinnar og spurningar snyrtar til, opnum spurningum er sleppt alveg og könnunin stytt verulega en markmiðið er það sama: að skoða hvað brennur á okkar félagsmönnum varðandi stjórnun í framhaldsskólunum og finna besta skólameistarann,“ segir í tölvupóstinum. Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá er tilgangurinn einnig að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, við könnuninni en hún svaraði ekki skilaboðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira