Mitt hlutverk er eiginlega að vera barnapían þeirra Magnús Guðmundsson skrifar 13. maí 2017 10:00 Kona horfir út um tröllshöfuð á sýningu Egils Sæbjörnssonar – Out of Controll in Venice. Birt með leyfi listamannsins og i8. Mynd/Ivo Corda Feneyjatvíæringurinn er óneitanlega stærsti vettvangur myndlistarheimsins enda hafa mörg af stærstu nöfnum listheimsins sýnt þar í nafni sinna þjóða. Aldrei hafa þó jafn stórar verur sýnt í Feneyjum og í ár og það fyrir jafn smáa þjóð en fulltrúi Íslands er myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson sem sýnir í samstarfi við íslensku mannætutröllin Ughs og Bõögâr undir yfirskriftinni Egill Sæbjörnsson – Out of Controll in Venice. Vikan sem var að líða var opnunarvika tvíæringsins og Egill, sem hefur orð fyrir þeim félögum, segir að viðtökurnar hafi verið framar öllum vonum. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Fjöldinn allur af stórum miðlum hefur verið að heimsækja okkur og viðtökurnar hafa verið alveg stórkostlegar.“ Egill Sæbjörnsson segist hafa verið að leika sér með með tröllunum allt síðan 2008. Ughs og Bõögâr Egilll segir að hann sé að vinna með þessum tveimur ímynduðu vinum sínum tröllunum Ughs og Bõögâr. „Þeir eru þrjátíu og sex metra háir en ég er búinn að vera að leika mér með þeim alveg síðan 2008. Það átti ekkert að vera tengt list þegar við byrjuðum að leika okkur saman en síðan kom það skyndilega upp að þeir tækju að sér að gera sýningu í i8 en það frestaðist þegar Feneyjatvíæringurinn kom upp á. Þeir urðu svo öfundsjúkir og vildu fá að gera svona pavilion (sýningarskála) og ég varð að leyfa þeim að gera það.“ En hvað skyldi það vera við tröllin sem heillar Egil? „Ætli það sé ekki aðallega hvað þeir eru mikið öðruvísi en ég og allir aðrir. Það er það sem er svo skemmtilegt. Það er svona náttúra og frumkraftur í þeim enda eru þeir ekkert að pæla í því sem venjulegt fólk sem er listafólk er að pæla í. Þeir taka alltaf sitt „take“ á þetta. Muggur málaði svona, Kjarval hinsegin og Ásgrímur þannig en tröllin eru ekkert að pæla í þessu. Þau eru einstakar verur sem gera hlutina á sinn hátt.“ Aðspurður hvort tröllin séu raunsæ og hagsýn í hugsun segir Egill einfaldlega: „Nei. Það er það sem ég er búinn að vera að gera. Verkin þeirra eru gríðarlega tilraunakennd. Mitt hlutverk er eiginlega að vera eins og barnapía því þeir eru eins og stór, mjög stór, börn. Ég reyni samt að halda ekki aftur af þeim, heldur frekar að lempa svona mestu vitleysuna. Það er oft mjög auðvelt eins og um daginn þegar þeir sáu hérna sýningu eftir Damien Hirst sem mér finnst nú ekki vera neitt sérstaklega skemmtilegur listamaður. Þeim hins vegar fannst það rosalega flott. Í framhaldinu vildu þeir gera allt úr gulli og demöntum eins og þeir sáu á sýningunni hjá Hirst en ég sagði þeim að það væri einfaldlega allt of dýrt fyrir okkur. Þá datt einhverjum í hug að kaupa bara gullsprey og við erum búin að vera að spreyja draslið síðan og þeir eru rosalega ánægðir með það. Það er alveg nóg fyrir þá. Við spreyjuðum einhverja skítahrúgu sem þeir voru búnir að gera í fyrradag og þeim finnst það vera það flottasta sem þeir hafa gert. Alveg æðislegt.“ Tröllin kunna að njóta lífsins í Feneyjum.Mynd/Ivo Corda Borðuðu Biesenbach Þeir eru í augnablikinu uppteknir af því að skoða það sem er á tvíæringnum en það er soldið vandamál hvað þeir eiga erfitt með að halda aftur af sér. Þeir til að mynda borðuðu Klaus Biesenbach, stjórnanda MoMA, um daginn þannig að hann er farinn, blessaður. Galleristinn Larry Gagosian endaði í pottinum hjá þeim þegar þeir voru að búa til ilmvatn þannig að hann endaði í innihaldslýsingu. Monu Lisu málverkið og eitt Pollock-málverk enduðu líka í ilmvatninu sem við erum að vinna að og reyndar líka einhver kjarnaúrgangur frá Rússlandi. Allt í pottinn.“ Feneyjatvíæringurinn og allt í kringum hann þykir nú alla jafna vera mjög siðmenntaður viðburður og Egill segir að þrátt fyrir að tröllin séu í nokkurri andstöðu við þetta þá reyni þau líka að aðlagast því sem er efst á baugi hverju sinni. „Þeir komu til mín um daginn og sögðust vilja gera það sem er kallað sósíal-interaktíft verk. Ég hef ekki hugmynd um hvar þeir lærðu þetta orð en þeir eru líka eins krakkar sem herma bara eftir og segja bara eitthvað til þess að þykjast vera með í leiknum. En til þess að koma til móts við þá með þetta bjuggum við til líkan af hausnum á þeim. Tvo ferkantaða kassa. Það var fljótlegt en reyndar líka frekar illa gert. Síðan settum við nef utan á kassann sem lítur út eins og þeir þannig að fólk á eftir að labba inn í hausinn á þeim og horfa þaðan út um göt. Þeir eru síðan að tala saman sem eru svona smá vídeó sem er varpað af samræðum þeirra á milli. Kannski hafa þeir viljað að fólk gæti séð heiminn með þeirra augum eða eitthvað svoleiðis. Þeir eru nefnilega stundum gáfulegri en maður á von á en þeir eiga bara svo erfitt með að tjá sig um það. Þeir eru þó greinilega eitthvað pæla.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí. Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Feneyjatvíæringurinn er óneitanlega stærsti vettvangur myndlistarheimsins enda hafa mörg af stærstu nöfnum listheimsins sýnt þar í nafni sinna þjóða. Aldrei hafa þó jafn stórar verur sýnt í Feneyjum og í ár og það fyrir jafn smáa þjóð en fulltrúi Íslands er myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson sem sýnir í samstarfi við íslensku mannætutröllin Ughs og Bõögâr undir yfirskriftinni Egill Sæbjörnsson – Out of Controll in Venice. Vikan sem var að líða var opnunarvika tvíæringsins og Egill, sem hefur orð fyrir þeim félögum, segir að viðtökurnar hafi verið framar öllum vonum. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Fjöldinn allur af stórum miðlum hefur verið að heimsækja okkur og viðtökurnar hafa verið alveg stórkostlegar.“ Egill Sæbjörnsson segist hafa verið að leika sér með með tröllunum allt síðan 2008. Ughs og Bõögâr Egilll segir að hann sé að vinna með þessum tveimur ímynduðu vinum sínum tröllunum Ughs og Bõögâr. „Þeir eru þrjátíu og sex metra háir en ég er búinn að vera að leika mér með þeim alveg síðan 2008. Það átti ekkert að vera tengt list þegar við byrjuðum að leika okkur saman en síðan kom það skyndilega upp að þeir tækju að sér að gera sýningu í i8 en það frestaðist þegar Feneyjatvíæringurinn kom upp á. Þeir urðu svo öfundsjúkir og vildu fá að gera svona pavilion (sýningarskála) og ég varð að leyfa þeim að gera það.“ En hvað skyldi það vera við tröllin sem heillar Egil? „Ætli það sé ekki aðallega hvað þeir eru mikið öðruvísi en ég og allir aðrir. Það er það sem er svo skemmtilegt. Það er svona náttúra og frumkraftur í þeim enda eru þeir ekkert að pæla í því sem venjulegt fólk sem er listafólk er að pæla í. Þeir taka alltaf sitt „take“ á þetta. Muggur málaði svona, Kjarval hinsegin og Ásgrímur þannig en tröllin eru ekkert að pæla í þessu. Þau eru einstakar verur sem gera hlutina á sinn hátt.“ Aðspurður hvort tröllin séu raunsæ og hagsýn í hugsun segir Egill einfaldlega: „Nei. Það er það sem ég er búinn að vera að gera. Verkin þeirra eru gríðarlega tilraunakennd. Mitt hlutverk er eiginlega að vera eins og barnapía því þeir eru eins og stór, mjög stór, börn. Ég reyni samt að halda ekki aftur af þeim, heldur frekar að lempa svona mestu vitleysuna. Það er oft mjög auðvelt eins og um daginn þegar þeir sáu hérna sýningu eftir Damien Hirst sem mér finnst nú ekki vera neitt sérstaklega skemmtilegur listamaður. Þeim hins vegar fannst það rosalega flott. Í framhaldinu vildu þeir gera allt úr gulli og demöntum eins og þeir sáu á sýningunni hjá Hirst en ég sagði þeim að það væri einfaldlega allt of dýrt fyrir okkur. Þá datt einhverjum í hug að kaupa bara gullsprey og við erum búin að vera að spreyja draslið síðan og þeir eru rosalega ánægðir með það. Það er alveg nóg fyrir þá. Við spreyjuðum einhverja skítahrúgu sem þeir voru búnir að gera í fyrradag og þeim finnst það vera það flottasta sem þeir hafa gert. Alveg æðislegt.“ Tröllin kunna að njóta lífsins í Feneyjum.Mynd/Ivo Corda Borðuðu Biesenbach Þeir eru í augnablikinu uppteknir af því að skoða það sem er á tvíæringnum en það er soldið vandamál hvað þeir eiga erfitt með að halda aftur af sér. Þeir til að mynda borðuðu Klaus Biesenbach, stjórnanda MoMA, um daginn þannig að hann er farinn, blessaður. Galleristinn Larry Gagosian endaði í pottinum hjá þeim þegar þeir voru að búa til ilmvatn þannig að hann endaði í innihaldslýsingu. Monu Lisu málverkið og eitt Pollock-málverk enduðu líka í ilmvatninu sem við erum að vinna að og reyndar líka einhver kjarnaúrgangur frá Rússlandi. Allt í pottinn.“ Feneyjatvíæringurinn og allt í kringum hann þykir nú alla jafna vera mjög siðmenntaður viðburður og Egill segir að þrátt fyrir að tröllin séu í nokkurri andstöðu við þetta þá reyni þau líka að aðlagast því sem er efst á baugi hverju sinni. „Þeir komu til mín um daginn og sögðust vilja gera það sem er kallað sósíal-interaktíft verk. Ég hef ekki hugmynd um hvar þeir lærðu þetta orð en þeir eru líka eins krakkar sem herma bara eftir og segja bara eitthvað til þess að þykjast vera með í leiknum. En til þess að koma til móts við þá með þetta bjuggum við til líkan af hausnum á þeim. Tvo ferkantaða kassa. Það var fljótlegt en reyndar líka frekar illa gert. Síðan settum við nef utan á kassann sem lítur út eins og þeir þannig að fólk á eftir að labba inn í hausinn á þeim og horfa þaðan út um göt. Þeir eru síðan að tala saman sem eru svona smá vídeó sem er varpað af samræðum þeirra á milli. Kannski hafa þeir viljað að fólk gæti séð heiminn með þeirra augum eða eitthvað svoleiðis. Þeir eru nefnilega stundum gáfulegri en maður á von á en þeir eiga bara svo erfitt með að tjá sig um það. Þeir eru þó greinilega eitthvað pæla.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí.
Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira