Sjálflærður og búinn að "meika það“ Guðný Hrönn skrifar 12. maí 2017 13:00 Beyoncé skartaði þessu einstaka höfuðskrauti á Grammy-hátíðinni í byrjun árs. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé. Tíska og hönnun Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé.
Tíska og hönnun Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira