Leikskólapólítík María Bjarnadóttir skrifar 12. maí 2017 07:00 Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun. Tilkynning forsætisráðherra um aukna áherslu á svokallaða Grammar-skóla, latínuskóla Viktoríutímans og aðgöngumiða efnaminni afburðanemenda að einkaskólamenntun, hefur vakið heitar umræður um skólakerfið sem er um margt ólíkt því íslenska. Hin ríka hefð fyrir einkaskólum og dýrum einkareknum heimavistarskólum er samofin hinni djúpu stéttaskiptingu í landinu. Kerfin eru líka afar ólík í leikskólamálum. Í raun má segja að fyrirkomulag leikskólamála á Bretlandseyjum minni heldur á stöðuna á Íslandi árið 1987 en 2017. Leikskólapláss er í Bretlandi lúxus þeirra efnameiri eða þeirra sem tilheyra tilteknum hópum. „Venjulegar“ konur í millistétt hætta flestar að vinna þegar börnin fæðast. Launin duga ekki fyrir leikskólagjaldinu. Tilkoma breska Kvennalistans hefur ýtt við umræðum um leikskóla og nú hefur Verkamannaflokkurinn tekið undir þau sjónarmið. Kvennalistinn hefur lagt upp með stefnu um aðgengilegan leikskóla sem svipar til stefnu R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tók við stjórn Reykjavíkurborgar árið 1994. Heilsdagsleikskóla aðgengilegan öllum börnum óháð stöðu foreldra þeirra. Öfgafemínisminn sem birtist í uppbyggingu leikskóla fyrir rúmum tveimur áratugum hefur reynst skynsamleg pólitík og grundvallarforsenda þess árangurs sem Ísland hefur þó náð í jafnréttismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun. Tilkynning forsætisráðherra um aukna áherslu á svokallaða Grammar-skóla, latínuskóla Viktoríutímans og aðgöngumiða efnaminni afburðanemenda að einkaskólamenntun, hefur vakið heitar umræður um skólakerfið sem er um margt ólíkt því íslenska. Hin ríka hefð fyrir einkaskólum og dýrum einkareknum heimavistarskólum er samofin hinni djúpu stéttaskiptingu í landinu. Kerfin eru líka afar ólík í leikskólamálum. Í raun má segja að fyrirkomulag leikskólamála á Bretlandseyjum minni heldur á stöðuna á Íslandi árið 1987 en 2017. Leikskólapláss er í Bretlandi lúxus þeirra efnameiri eða þeirra sem tilheyra tilteknum hópum. „Venjulegar“ konur í millistétt hætta flestar að vinna þegar börnin fæðast. Launin duga ekki fyrir leikskólagjaldinu. Tilkoma breska Kvennalistans hefur ýtt við umræðum um leikskóla og nú hefur Verkamannaflokkurinn tekið undir þau sjónarmið. Kvennalistinn hefur lagt upp með stefnu um aðgengilegan leikskóla sem svipar til stefnu R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tók við stjórn Reykjavíkurborgar árið 1994. Heilsdagsleikskóla aðgengilegan öllum börnum óháð stöðu foreldra þeirra. Öfgafemínisminn sem birtist í uppbyggingu leikskóla fyrir rúmum tveimur áratugum hefur reynst skynsamleg pólitík og grundvallarforsenda þess árangurs sem Ísland hefur þó náð í jafnréttismálum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun