Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 09:56 Atriði úr auglýsingunni sem sjá má hér að neðan í heild sinni. Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík, gerir nýja auglýsingu Icelandair í tilefni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa fengið tár í augun eins og hálf þjóðin en það sem skipti máli sé að gera eitthvað í málunum. Ekki gráta og aðhafast ekkert. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið mikla athygli þar sem fylgst er með ungri stelpu mæta mótlæti í yngri flokkum knattspyrnu þar sem drengir eru í fyrsta sæti og stúlkur ekki. Skilaboðin eru þau að gefast ekki upp þótt á móti blási og gefur auglýsingin til kynna að um uppvaxtarár Margrétar Láru Viðarsdóttur, landsliðsfyrirliða og markahæsta landsliðsmann Íslandssögunnar, sé að ræða.Bryndís Gunnlaugsdóttir.„Ég eins og hálf þjóðin fékk tár í augun við að sjá hjartnæma auglýsingu Icelandair tengda EM kvenna í knattspyrnu. Þar var sýnt það órétti sem mætir almennt konum í íþróttum, fá ekki að vera með, þurfa að hafa meira fyrir þessu, fá minni bikar og svo mætti lengi telja,“ segir Bryndís í pistli sínum. „Stór hluti þjóðarinnar er sammála því að þetta er ósanngjarnt og þau vilja ekki hafa samfélagið okkar svona - þess vegna komu tárin - en hvað ætlar þetta sama fólk að gera núna? Svona auglýsingar skila engum árangri ef þeir sem gráta yfir auglýsingunni breyta ekki hegðun sinni og leggja sitt af mörkum.“ Bryndís leggur til að fólk sem varð fyrir áhrifum af auglýsingunni geri eitthvað í málunum. Birtir hún lista með tillögum sínum til að styrkja kvennaíþróttir. 1) Ef þú átt fyrirtæki - stattu með kveníþróttum og þegar þú styrkir íþróttafélag taktu fram að þú viljir að skipting fjármuna sé 50/50 í kk og kvk (öll önnur skipting er misrétti) 2) Ef þú ert fyrrverandi íþróttakona í EINHVERRI íþrótt - farðu í þitt gamla félag eða félag sem er nálægt þér og leggðu þitt af mörkum sem stjórnarmaður, sjálfboðaliði, þjálfari, fjáraflari eða hvað annað sem hægt er að gera til að styðja við kveníþróttir 3) Ef þú ert í stjórn íþróttafélags - sjáðu til þess að umgjörð og metnaður félagsins sé sambærilegur fyrir bæði kyn. 4) Viltu fá meiri árangur hjá kvennaliðum? Settu þá hæfa þjálfara á kvenNlið - það er allt of algengt að kvenlið fá lélegri þjálfara - bæði reynsluminni og minna menntaðir. Augljóslega mun árangurinn og metnaðurinn vera í samræmi við það! 5) Ertu karlmaður? Taktu þátt í jafnréttisbaráttunni því allir karlmenn eiga a.m.k. móður og ef ekki fyrir móður þína þá fyrir allar aðrar konur í lífi þínu - nú eða fyrir drengi þína því ójafnrétti kynja bitnar á báðum kynum. 6) Mættu á leik og keppni hjá kveníþróttum Bryndís var á dögunum heiðruð á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands fyrir hennar framlag til íþróttarinnar en hún hefur gegnt stjórnarstörfum og unnið sjálfboðaliðastarf fyrir hreyfinguna undanfarin ár. Hennar skilaboð eru skýr: „Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík, gerir nýja auglýsingu Icelandair í tilefni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa fengið tár í augun eins og hálf þjóðin en það sem skipti máli sé að gera eitthvað í málunum. Ekki gráta og aðhafast ekkert. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið mikla athygli þar sem fylgst er með ungri stelpu mæta mótlæti í yngri flokkum knattspyrnu þar sem drengir eru í fyrsta sæti og stúlkur ekki. Skilaboðin eru þau að gefast ekki upp þótt á móti blási og gefur auglýsingin til kynna að um uppvaxtarár Margrétar Láru Viðarsdóttur, landsliðsfyrirliða og markahæsta landsliðsmann Íslandssögunnar, sé að ræða.Bryndís Gunnlaugsdóttir.„Ég eins og hálf þjóðin fékk tár í augun við að sjá hjartnæma auglýsingu Icelandair tengda EM kvenna í knattspyrnu. Þar var sýnt það órétti sem mætir almennt konum í íþróttum, fá ekki að vera með, þurfa að hafa meira fyrir þessu, fá minni bikar og svo mætti lengi telja,“ segir Bryndís í pistli sínum. „Stór hluti þjóðarinnar er sammála því að þetta er ósanngjarnt og þau vilja ekki hafa samfélagið okkar svona - þess vegna komu tárin - en hvað ætlar þetta sama fólk að gera núna? Svona auglýsingar skila engum árangri ef þeir sem gráta yfir auglýsingunni breyta ekki hegðun sinni og leggja sitt af mörkum.“ Bryndís leggur til að fólk sem varð fyrir áhrifum af auglýsingunni geri eitthvað í málunum. Birtir hún lista með tillögum sínum til að styrkja kvennaíþróttir. 1) Ef þú átt fyrirtæki - stattu með kveníþróttum og þegar þú styrkir íþróttafélag taktu fram að þú viljir að skipting fjármuna sé 50/50 í kk og kvk (öll önnur skipting er misrétti) 2) Ef þú ert fyrrverandi íþróttakona í EINHVERRI íþrótt - farðu í þitt gamla félag eða félag sem er nálægt þér og leggðu þitt af mörkum sem stjórnarmaður, sjálfboðaliði, þjálfari, fjáraflari eða hvað annað sem hægt er að gera til að styðja við kveníþróttir 3) Ef þú ert í stjórn íþróttafélags - sjáðu til þess að umgjörð og metnaður félagsins sé sambærilegur fyrir bæði kyn. 4) Viltu fá meiri árangur hjá kvennaliðum? Settu þá hæfa þjálfara á kvenNlið - það er allt of algengt að kvenlið fá lélegri þjálfara - bæði reynsluminni og minna menntaðir. Augljóslega mun árangurinn og metnaðurinn vera í samræmi við það! 5) Ertu karlmaður? Taktu þátt í jafnréttisbaráttunni því allir karlmenn eiga a.m.k. móður og ef ekki fyrir móður þína þá fyrir allar aðrar konur í lífi þínu - nú eða fyrir drengi þína því ójafnrétti kynja bitnar á báðum kynum. 6) Mættu á leik og keppni hjá kveníþróttum Bryndís var á dögunum heiðruð á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands fyrir hennar framlag til íþróttarinnar en hún hefur gegnt stjórnarstörfum og unnið sjálfboðaliðastarf fyrir hreyfinguna undanfarin ár. Hennar skilaboð eru skýr: „Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45