Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Haraldur Guðmundsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Jarðböðin við Mývatn eru langverðmætasta eign fjárfestingarfélagsins Tækifæris á Akureyri. vísir/auðunn Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 3,2 milljarða króna og jókst virði þeirra um 2,3 milljarða á tveimur árum. Óbeinn eignarhlutur Akureyrarbæjar í baðstaðnum, sem hann átti í gegnum rúmlega 15 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu Tækifæri, væri því í dag metinn á 195 milljónir en sveitarfélagið seldi bréfin á 116 milljónir í janúar 2016. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna má lesa úr nýjum ársreikningi Tækifæris en fjárfestingarfélagið á 40,6 prósenta hlut í baðstaðnum. Um langverðmætustu eign Tækifæris er að ræða, sem nemur um 94,5 prósentum af bókfærðu verði eigna félagsins, og var hún metin á 348 milljónir árið 2014, 734 milljónir í ársbyrjun 2016, eða einungis nokkrum vikum eftir að Akureyrarbær seldi 15,22 prósenta hlut sinn í Tækifæri, en rétt tæpa 1,3 milljarða um síðustu áramót.Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Jarðbaðanna.Jarðböðin voru opnuð í júní 2004. Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að gestir baðstaðarins hafi verið rúmlega 200 þúsund talsins í fyrra og að um metár hafi verið að ræða. Árið 2015 greiddu 149 þúsund manns aðgangseyri. „Útlitið fyrir sumarið er ágætt og árið byrjar vel. Menn hafa örlitlar áhyggjur af styrkingu krónunnar og að það geti farið að draga saman í þessum ferðamannageira. Síðasta ár var mjög gott og afkoman betri en árið á undan og metfjöldi gesta sem sótti okkur heim,“ segir Steingrímur. „Það eru fram undan heilmiklar breytingar hjá okkur. Við erum að ráðast í miklar fjárfestingar en höfum síðustu ár haldið þeim og útgjöldum í lágmarki og fyrir vikið hefur reksturinn gengið mjög vel. Það á að reisa nýja og stærri aðstöðu enda húsnæðið löngu sprungið og annar ekki eftirspurn. Við gerum ráð fyrir að það verði tilbúið vonandi árið 2019 en þetta er heilmikil fjárfesting sem verður í kringum tvo milljarða.“ Jarðböðin voru rekin með 238 milljóna hagnaði árið 2015 samanborið við 161 milljón árið 2014. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra. Eignir baðstaðarins voru metnar á 384 milljónir í árslok 2015 en skuldirnar námu einungis 15 milljónum. Jarðböðin voru þá rekin af samnefndu einkahlutafélagi sem rann í fyrra inn í móðurfélagið Baðfélag Mývatnssveitar hf. Sameinað félag heitir Jarðböðin hf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 3,2 milljarða króna og jókst virði þeirra um 2,3 milljarða á tveimur árum. Óbeinn eignarhlutur Akureyrarbæjar í baðstaðnum, sem hann átti í gegnum rúmlega 15 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu Tækifæri, væri því í dag metinn á 195 milljónir en sveitarfélagið seldi bréfin á 116 milljónir í janúar 2016. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna má lesa úr nýjum ársreikningi Tækifæris en fjárfestingarfélagið á 40,6 prósenta hlut í baðstaðnum. Um langverðmætustu eign Tækifæris er að ræða, sem nemur um 94,5 prósentum af bókfærðu verði eigna félagsins, og var hún metin á 348 milljónir árið 2014, 734 milljónir í ársbyrjun 2016, eða einungis nokkrum vikum eftir að Akureyrarbær seldi 15,22 prósenta hlut sinn í Tækifæri, en rétt tæpa 1,3 milljarða um síðustu áramót.Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Jarðbaðanna.Jarðböðin voru opnuð í júní 2004. Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að gestir baðstaðarins hafi verið rúmlega 200 þúsund talsins í fyrra og að um metár hafi verið að ræða. Árið 2015 greiddu 149 þúsund manns aðgangseyri. „Útlitið fyrir sumarið er ágætt og árið byrjar vel. Menn hafa örlitlar áhyggjur af styrkingu krónunnar og að það geti farið að draga saman í þessum ferðamannageira. Síðasta ár var mjög gott og afkoman betri en árið á undan og metfjöldi gesta sem sótti okkur heim,“ segir Steingrímur. „Það eru fram undan heilmiklar breytingar hjá okkur. Við erum að ráðast í miklar fjárfestingar en höfum síðustu ár haldið þeim og útgjöldum í lágmarki og fyrir vikið hefur reksturinn gengið mjög vel. Það á að reisa nýja og stærri aðstöðu enda húsnæðið löngu sprungið og annar ekki eftirspurn. Við gerum ráð fyrir að það verði tilbúið vonandi árið 2019 en þetta er heilmikil fjárfesting sem verður í kringum tvo milljarða.“ Jarðböðin voru rekin með 238 milljóna hagnaði árið 2015 samanborið við 161 milljón árið 2014. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra. Eignir baðstaðarins voru metnar á 384 milljónir í árslok 2015 en skuldirnar námu einungis 15 milljónum. Jarðböðin voru þá rekin af samnefndu einkahlutafélagi sem rann í fyrra inn í móðurfélagið Baðfélag Mývatnssveitar hf. Sameinað félag heitir Jarðböðin hf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira