Björk vill að við minnkum samfélagsmiðlanotkun og að Bill Gates hreinsi höfin Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 19:00 Björk Guðmundsdóttir. Vísír/EPA Íslenski tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir vill að fólk taki sér tíma til að njóta sín í náttúrunni og gera eitthvað skemmtilegt heldur en að fletta í gegnum samfélagsmiðla allan daginn.Þetta sagði Björk í viðtali við bandaríska tímaritið Pitchfork sem var birt í vikunni. „Það er kannski fjöldi krakka sem kann ekki að ganga í skógi og njóta útiveru. Ef þú hangir á Facebook í langan tíma, þá gæti þér liðið eins og þú hafir verið að borða þrjá hamborgara. Þú veist að þetta er rusl. Ég hef alltaf gefið vinum mínum þetta ráð: Farðu í klukkustundar langan göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir hann. Ég held að okkur sé ætlað að vera utandyra.“ Björk er þó síður en svo á móti nútíma tækni. Hún er þó þeirrar skoðunar að hana eigi að nýta til að efla sköpun, en ekki að bæla hana. Hún segist finna fyrir kvíða þegar kemur að samfélagsmiðlum. „Vegna kvíðans reynir ég að finna lausnir. Ég ætla ekki að troða bönunum í eyrun á mér og bíða eftir að þetta hverfi.“ Björk segist hafa miklar áhyggjur af umhverfinu, sérstaklega í ljósi þess að Donald Trump sé orðinn forseti Bandaríkjanna. Hún kallar eftir framtaki frá risum tæknigeirans þar sem þeir sýni frumkvæði að breytingum til að tryggja framtíð jarðarinnar. „Maður þarf að sætta sig við það að ríkisstjórnir eru ekki að fara að bjarga jörðinni. Við þurfum að gera það. Ég vil skora á manneskjur eins og Bill Gates að hreinsa upp höfin á tveimur árum. Slíkar manneskjur eiga fjármagn og tæknina til að gera það. Það þarf bara einhver að skipuleggja það.“ Björk Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir vill að fólk taki sér tíma til að njóta sín í náttúrunni og gera eitthvað skemmtilegt heldur en að fletta í gegnum samfélagsmiðla allan daginn.Þetta sagði Björk í viðtali við bandaríska tímaritið Pitchfork sem var birt í vikunni. „Það er kannski fjöldi krakka sem kann ekki að ganga í skógi og njóta útiveru. Ef þú hangir á Facebook í langan tíma, þá gæti þér liðið eins og þú hafir verið að borða þrjá hamborgara. Þú veist að þetta er rusl. Ég hef alltaf gefið vinum mínum þetta ráð: Farðu í klukkustundar langan göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir hann. Ég held að okkur sé ætlað að vera utandyra.“ Björk er þó síður en svo á móti nútíma tækni. Hún er þó þeirrar skoðunar að hana eigi að nýta til að efla sköpun, en ekki að bæla hana. Hún segist finna fyrir kvíða þegar kemur að samfélagsmiðlum. „Vegna kvíðans reynir ég að finna lausnir. Ég ætla ekki að troða bönunum í eyrun á mér og bíða eftir að þetta hverfi.“ Björk segist hafa miklar áhyggjur af umhverfinu, sérstaklega í ljósi þess að Donald Trump sé orðinn forseti Bandaríkjanna. Hún kallar eftir framtaki frá risum tæknigeirans þar sem þeir sýni frumkvæði að breytingum til að tryggja framtíð jarðarinnar. „Maður þarf að sætta sig við það að ríkisstjórnir eru ekki að fara að bjarga jörðinni. Við þurfum að gera það. Ég vil skora á manneskjur eins og Bill Gates að hreinsa upp höfin á tveimur árum. Slíkar manneskjur eiga fjármagn og tæknina til að gera það. Það þarf bara einhver að skipuleggja það.“
Björk Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein