Lífið

Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Auglýsing Icelandair fyrir EM kvenna í fótbolta vakti mikil viðbrögð á Twitter í gær.
Auglýsing Icelandair fyrir EM kvenna í fótbolta vakti mikil viðbrögð á Twitter í gær.
Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum.

Auglýsingin var frumsýnd í einu af auglýsingahléunum Eurovision en eins og flestum ætti að vera kunnugt komst Svala okkar Björgvins ekki áfram í úrslit söngvakeppninnar sem fram fara á laugardaginn.

Lífleg umræða er jafnan á Twitter yfir Eurovision undir myllumerkinu #12stig og var engin undantekning á því í gær. Icelandair-auglýsingin tók þó yfir miðilinn um tíma en hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst um auglýsinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×