Valentino Rossi á spítala eftir motocross slys Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2017 10:16 Valentino Rossi. Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent