Ný kvikmynd með Rihönnu í aðalhlutverki byggð á tísti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:23 Kveikjan að þessu öllu: Rihanna og Lupita Nyong'o á tískusýningu fyrir þremur árum síðan. Vísir/Getty Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi. Cannes Netflix Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi.
Cannes Netflix Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein