Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 13:36 Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson um ákvörðun Flugfélags Íslands. Vísir „Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn: Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
„Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn:
Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15