Geely kaupir Lotus og helminginn í Proton Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2017 09:48 Lotus Elise Special Edition. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, er við það að kaupa öll hlutabréf í breska sportbílaframleiðandanum Lotus. Geely kaupir Lotus af Proton og ætlar einnig að kaupa 49,9% hluta í Proton, sem er bílaframleiðandi í Malasíu. Þessi kaup verða bæði undirrituð í júlí, ef allar áætlanir standast. Geely hefur hreinlega safnað að sér bílamerkjum því auk Volvo, Lotus og Proton þá á Geely einnig hið nýstofnaða Lynk & Co. Geely ætlar að gera það sama með Lotus og það gerði með Volvo merkið, þ.e. að útvega fyrirtækinu nægt fjármagn til að þróa nýja bíla frá grunni og að reisa það upp úr öskustónni. Það eru því bjartari tímar framundan hjá Lotus en á undanförnum árum þar sem Lotus hefur glímt við fjárhagsvanda og hefur ekki haft efni á mikilli þróunarvinnu og fátt nýtt komið frá fyrirtækinu að undanförnu. Líkt er með malasíska bílaframleiðandann Proton og Lotus, þar ekki hefur gengið alltof vel á undanförnum árum og fyrirtækið er langt frá því að framleiða þann fjölda bíla sem verksmiðjur fyrirtækisins geta framleitt, eða 400.000 bíla á ári. Með því að innlima Proton í þessa stóra bílasamstæðu sem er að myndast með þessum tveimur kaupum gæti það breyst. Búast má við því að tækni allra framleiðendanna verði miðlað og með því fæst aðgangur að mikilli þekkingu, líklega öllum fyrirtækjunum til góða.Proton bílar. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, er við það að kaupa öll hlutabréf í breska sportbílaframleiðandanum Lotus. Geely kaupir Lotus af Proton og ætlar einnig að kaupa 49,9% hluta í Proton, sem er bílaframleiðandi í Malasíu. Þessi kaup verða bæði undirrituð í júlí, ef allar áætlanir standast. Geely hefur hreinlega safnað að sér bílamerkjum því auk Volvo, Lotus og Proton þá á Geely einnig hið nýstofnaða Lynk & Co. Geely ætlar að gera það sama með Lotus og það gerði með Volvo merkið, þ.e. að útvega fyrirtækinu nægt fjármagn til að þróa nýja bíla frá grunni og að reisa það upp úr öskustónni. Það eru því bjartari tímar framundan hjá Lotus en á undanförnum árum þar sem Lotus hefur glímt við fjárhagsvanda og hefur ekki haft efni á mikilli þróunarvinnu og fátt nýtt komið frá fyrirtækinu að undanförnu. Líkt er með malasíska bílaframleiðandann Proton og Lotus, þar ekki hefur gengið alltof vel á undanförnum árum og fyrirtækið er langt frá því að framleiða þann fjölda bíla sem verksmiðjur fyrirtækisins geta framleitt, eða 400.000 bíla á ári. Með því að innlima Proton í þessa stóra bílasamstæðu sem er að myndast með þessum tveimur kaupum gæti það breyst. Búast má við því að tækni allra framleiðendanna verði miðlað og með því fæst aðgangur að mikilli þekkingu, líklega öllum fyrirtækjunum til góða.Proton bílar.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent