Guðni Th. um atburðinn í Manchester: Hryðjuverkamönnum má ekki takast ætlunarverk sitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 20:50 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“ Forseti Íslands Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“
Forseti Íslands Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira