Verður Tucson annar N-bíll Hyundai? Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2017 10:36 Hyundai Tucson. Hyundai hefur stofnað kraftabíladeildina N og ætlar á næstu árum að fjölga í hópi slíkra bíla. Hyundai hefur fyrir nokkru gefið upp að i30 bíllinn verður þeirra fyrstur, en nú bendir margt til þess að sá annar í röðinni verði jepplingurinn Tucson. Hyundai hefur ýjað að því að Coupe útgáfa af i30 og Velostar bíll Hyundai muni einnig fá N-útgáfur. Það gæti þó skilað Hyundai meiru að framleiða N-útgáfu af hinum vinsæla jepplingi Tucson og líklega myndu fleiri eintök af slíkum bíl seljast en af fólksbílaútgáfum N-kraftabíla, enda öskrar heimurinn á jepplinga í hvaða formi sem þeir koma. Svo rammt kveður við í þessum efnum að í sumum stærðarflokkum fólksbíla hefur orðið 20% minnkun í sölu en sala jepplinga eykst stöðugt. Hyundai mun kynna sinn fyrsta N-kraftabíl, Hyundai i30 N seinna á þessu ári og vonandi mun Tucson N koma í kjölfarið fljótlega á næsta ári. Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Hyundai hefur stofnað kraftabíladeildina N og ætlar á næstu árum að fjölga í hópi slíkra bíla. Hyundai hefur fyrir nokkru gefið upp að i30 bíllinn verður þeirra fyrstur, en nú bendir margt til þess að sá annar í röðinni verði jepplingurinn Tucson. Hyundai hefur ýjað að því að Coupe útgáfa af i30 og Velostar bíll Hyundai muni einnig fá N-útgáfur. Það gæti þó skilað Hyundai meiru að framleiða N-útgáfu af hinum vinsæla jepplingi Tucson og líklega myndu fleiri eintök af slíkum bíl seljast en af fólksbílaútgáfum N-kraftabíla, enda öskrar heimurinn á jepplinga í hvaða formi sem þeir koma. Svo rammt kveður við í þessum efnum að í sumum stærðarflokkum fólksbíla hefur orðið 20% minnkun í sölu en sala jepplinga eykst stöðugt. Hyundai mun kynna sinn fyrsta N-kraftabíl, Hyundai i30 N seinna á þessu ári og vonandi mun Tucson N koma í kjölfarið fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent