Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 23:55 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar tilraunaskotinu þann 14. maí síðastliðinn. Vísir/AFP Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug hafi tekist eins og áætlað var. Eldflauginni var skotið á loft fyrr í dag. Samkvæmt ríkisfréttastofunni er flaugin tilbúin til notkunar í hernaðaraðgerðum. Bandarísk yfirvöld segja þó drægi eldflaugarinnar ekki jafnast á við drægi síðustu flauga sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Í dag er vika síðan ríkisfréttastofa Norður-Kóreu staðfesti síðasta tilraunaskot yfirvalda en þá kom fram í yfirlýsingu að þar hefði verið um að ræða nýja eldflaug, á hverri hægt væri að koma fyrir kjarnaoddi. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt þessar tilraunir Norður-Kóreu og mun funda á þriðjudag um eldflaugina sem skotið var á loft í dag. Eins og áður hafði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, yfirumsjón með tilraunaskotinu í dag. Hann er sagður hafa „samþykkt nýtingu á vopnakerfinu til aðgerða.“ Eldflaugin, sem talin er vera af gerðinni Pukguksong-2, flaug rúmlega 500 kílómetra. Henni var skotið á loft nærri Pukchang í dag en þar misheppnaðist tilraunaskot í síðasta mánuði. Þetta er áttunda tilraunaskot Norður-Kóreu á þessu ári. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld hótað því að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni en það hefur lengi verið yfirlýst markmið Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug hafi tekist eins og áætlað var. Eldflauginni var skotið á loft fyrr í dag. Samkvæmt ríkisfréttastofunni er flaugin tilbúin til notkunar í hernaðaraðgerðum. Bandarísk yfirvöld segja þó drægi eldflaugarinnar ekki jafnast á við drægi síðustu flauga sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Í dag er vika síðan ríkisfréttastofa Norður-Kóreu staðfesti síðasta tilraunaskot yfirvalda en þá kom fram í yfirlýsingu að þar hefði verið um að ræða nýja eldflaug, á hverri hægt væri að koma fyrir kjarnaoddi. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt þessar tilraunir Norður-Kóreu og mun funda á þriðjudag um eldflaugina sem skotið var á loft í dag. Eins og áður hafði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, yfirumsjón með tilraunaskotinu í dag. Hann er sagður hafa „samþykkt nýtingu á vopnakerfinu til aðgerða.“ Eldflaugin, sem talin er vera af gerðinni Pukguksong-2, flaug rúmlega 500 kílómetra. Henni var skotið á loft nærri Pukchang í dag en þar misheppnaðist tilraunaskot í síðasta mánuði. Þetta er áttunda tilraunaskot Norður-Kóreu á þessu ári. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld hótað því að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni en það hefur lengi verið yfirlýst markmið Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08
THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09
Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30