Brotin stöng Pálmar Ragnarsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Það small í stönginni. Hver einasta manneskja í húsinu fékk verk í eyrun. Þrátt fyrir öskrin og trommurnar. Hvellurinn var það hár að ég hélt að stöngin hefði brotnað. Og ég er nokkuð viss um að boltinn hafi sprungið. Ég held án gríns að það hafi þurft að skipta um bolta eftir þetta skot. Mig gæti ekki dreymt um að skjóta svona fast þó ég fengi mörg þúsund tilraunir. Ragnheiður Júlíusdóttir, 19 ára leikmaður Fram, er einn svakalegasti íþróttamaður sem ég hef séð. Handboltakona af guðs náð. Ef hún ætlar sér að skora er ekkert sem þú getur gert í því. Markmenn Stjörnunnar ættu að fá hugrekkisverðlaun ársins. Að reyna að fara fyrir þessi skot hennar er líklega svipuð tilfinning og að stökkva fyrir bíl. Mér dytti ekki í hug að fara í markið án þess að vera í skotheldu vesti og með hjálm. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Framstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu andartökum leiksins. Stemning hundraða Framara ósvikin, vonbrigði jafn margra Stjörnumanna áþreifanleg. Ógeðslega gaman á leiknum. Ef það er eitthvað sem ég elska þá eru það spennandi lokamínútur. Ég var samt enn mest að hugsa um þetta skot í fyrri hálfleik. Hvað kostar eiginlega að kaupa nýja stöng? Þetta er raunveruleikinn á Íslandi í dag. Troðfullt á úrslitaleikjum kvenna bæði í handbolta og körfubolta. Íslendingar munu fylla pallana á Evrópumótinu í sumar. Enginn neyddur til að mæta. Áhuginn er orðinn rosalegur og hann á bara eftir að aukast. Brátt kemur að því að fólk verður hvatt til að horfa bara á leikina í sjónvarpinu, til að koma í veg fyrir öngþveiti í íþróttahúsum landsins. Það er ekki hægt að hrúga inn endalaust. Ps. Ég legg til að við hefjum söfnun fyrir Ragnheiði, ef ske kynni að hún þyrfti að borga sjálf fyrir skemmdirnar á stönginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Það small í stönginni. Hver einasta manneskja í húsinu fékk verk í eyrun. Þrátt fyrir öskrin og trommurnar. Hvellurinn var það hár að ég hélt að stöngin hefði brotnað. Og ég er nokkuð viss um að boltinn hafi sprungið. Ég held án gríns að það hafi þurft að skipta um bolta eftir þetta skot. Mig gæti ekki dreymt um að skjóta svona fast þó ég fengi mörg þúsund tilraunir. Ragnheiður Júlíusdóttir, 19 ára leikmaður Fram, er einn svakalegasti íþróttamaður sem ég hef séð. Handboltakona af guðs náð. Ef hún ætlar sér að skora er ekkert sem þú getur gert í því. Markmenn Stjörnunnar ættu að fá hugrekkisverðlaun ársins. Að reyna að fara fyrir þessi skot hennar er líklega svipuð tilfinning og að stökkva fyrir bíl. Mér dytti ekki í hug að fara í markið án þess að vera í skotheldu vesti og með hjálm. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Framstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu andartökum leiksins. Stemning hundraða Framara ósvikin, vonbrigði jafn margra Stjörnumanna áþreifanleg. Ógeðslega gaman á leiknum. Ef það er eitthvað sem ég elska þá eru það spennandi lokamínútur. Ég var samt enn mest að hugsa um þetta skot í fyrri hálfleik. Hvað kostar eiginlega að kaupa nýja stöng? Þetta er raunveruleikinn á Íslandi í dag. Troðfullt á úrslitaleikjum kvenna bæði í handbolta og körfubolta. Íslendingar munu fylla pallana á Evrópumótinu í sumar. Enginn neyddur til að mæta. Áhuginn er orðinn rosalegur og hann á bara eftir að aukast. Brátt kemur að því að fólk verður hvatt til að horfa bara á leikina í sjónvarpinu, til að koma í veg fyrir öngþveiti í íþróttahúsum landsins. Það er ekki hægt að hrúga inn endalaust. Ps. Ég legg til að við hefjum söfnun fyrir Ragnheiði, ef ske kynni að hún þyrfti að borga sjálf fyrir skemmdirnar á stönginni.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun