Listfræðinemi skorar fjármálaráðherra á hólm Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2017 17:58 Listfræðineminn Hrafnkell Hringur Helgason. Aðsend Listfræðineminn Hrafnkell Hringur Helgason hefur ákveðið að skora Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á hólm og bjóða sig fram sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Aðalfundur Hollvinafélagsins fer fram á sal Menntaskólans í Reykjavík næstkomandi laugardag klukkan 13. Þar eru ýmis mál á dagskrá en ber helst að nefna kosninga formanns og sex meðstjórnenda.Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.Vísir/ErnirÁ vef Hollvinafélagsins er greint frá því hverjir hafa boðið sig fram. Þar er Benedikt í framboði til formanns en átta hafa boðið sig fram sem meðstjórnendur, þar á meðal Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra og flokksfélagi Benedikts úr Viðreisn. Hrafnkell tilkynnti um framboð sitt við Hollvinafélagið síðastliðinn föstudag. Í tilkynningu sem Hrafnkell Hringur sendir frá sér segir hann framboð Benedikts afar torkennilegt og telur að hann sé sjálfur betur til þess fallinn að skapa frið um störf Hollvinafélagsins. Hann segist ætla að leggja til á aðalfundi félagsins um komandi helgi, að það álykti gegn fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar og þeirri fjársveltistefnu sem þar er boðuð gegn framhaldsskólastiginu, líkt og Hrafnkell Hringur orðar það.Tilkynninguna frá Hringi má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Mótframboð gegn fjármálaráðherraBrýn þörf fyrir trúverðuga forystu í baráttunni gegn fjársveltistefnu Benedikts JóhannessonarBenedikt Jóhannesson á hrós skilið fyrir að hafa átt frumkvæði að stofnun Hollvinafélags MR árið 2013 og leitt félagið með glæsibrag. Þörf er á öflugum samtökum sem standa vörð um hagsmuni og heiður Menntaskólans í Reykjavík. Starf slíkra samtaka felst ekki síst í því að verja skólann fyrir niðurskurði skammsýnna stjórnmálamanna sem skilja ekki að framtíð íslensks samfélags veltur á öflugu menntakerfi.Árið 2013 gaf Hollvinafélag MR út ályktun þar sem skorað var á Alþingi að tryggja skólanum viðunandi fjárframlög í fjárlögum. Því fagnaði ég á þeim tíma sem nýstúdent, enda hafði MR um árabil hlotið lægri fjárframlög en aðrir sambærilegir skólar. Ég fagnaði því að sama skapi þegar Benedikt tók við embætti fjármálaráðherra í byrjun janúar, enda taldi ég að þar færi maður sem hefði metnað fyrir uppbyggingu íslensks menntakerfis.Það voru því mikil vonbrigði þegar Benedikt Jóhannesson kynnti fjármálaáætlun sína til næstu fimm ára, en þar er boðuð 630 milljón króna lækkun fjárframlaga til framhaldsskólastigsins næstu árin – það sem kallað er „umtalsverður sparnaður” í greinargerð tillögunnar. Þetta gengur í berhögg við þau fyrirheit sem gefin voru á síðasta kjörtímabili, en þá var því heitið að sparnaðurinn sem fælist í styttingu námstímans myndi nýtast innan framhaldsskólastigsins til uppbyggingar öflugu skólastarfi.Brátt eru liðnir tveir mánuðir síðan fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar var kynnt almenningi. Stjórnendur framhaldsskóla og framhaldsskólakennarar hafa gert alvarlegar athugasemdir við áætlunina. Hins vegar hefur enn ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR. Hverju sætir hún, þessi æpandi þögn Hollvinafélags MR um niðurskurð Benedikts til framhaldsskóla? Getur hugsast að þögnin hafi eitthvað með það að gera að Benedikt er sjálfur formaður Hollvinafélagsins?Það verður að teljast afar óheppilegt að fjármálaráðherra gegni formannshlutverki í hollvinafélagi stofnunar sem hann ákvarðar sjálfur fjárframlög til. Raunar yrði það Menntaskólanum í Reykjavík til háðungar ef sami maður og stendur að stórfelldum niðurskurði til framhaldsskóla yrði áfram andlit hollvinafélags skólans.Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína sem formaður Hollvinafélags MR. Ég mun leitast við að efla starfsemi félagsins og auka sýnileika þess. Þá mun ég leggja höfuðáherslu á að veita stjórnvöldum aðhald með trúverðugum hætti, verja hagsmuni og heiður Menntaskólans í Reykjavík og berjast af hörku gegn fjársveltistefnu Benedikts Jóhannessonar.Með baráttukveðju, Hrafnkell Hringur Helgason Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Listfræðineminn Hrafnkell Hringur Helgason hefur ákveðið að skora Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á hólm og bjóða sig fram sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Aðalfundur Hollvinafélagsins fer fram á sal Menntaskólans í Reykjavík næstkomandi laugardag klukkan 13. Þar eru ýmis mál á dagskrá en ber helst að nefna kosninga formanns og sex meðstjórnenda.Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.Vísir/ErnirÁ vef Hollvinafélagsins er greint frá því hverjir hafa boðið sig fram. Þar er Benedikt í framboði til formanns en átta hafa boðið sig fram sem meðstjórnendur, þar á meðal Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra og flokksfélagi Benedikts úr Viðreisn. Hrafnkell tilkynnti um framboð sitt við Hollvinafélagið síðastliðinn föstudag. Í tilkynningu sem Hrafnkell Hringur sendir frá sér segir hann framboð Benedikts afar torkennilegt og telur að hann sé sjálfur betur til þess fallinn að skapa frið um störf Hollvinafélagsins. Hann segist ætla að leggja til á aðalfundi félagsins um komandi helgi, að það álykti gegn fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar og þeirri fjársveltistefnu sem þar er boðuð gegn framhaldsskólastiginu, líkt og Hrafnkell Hringur orðar það.Tilkynninguna frá Hringi má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Mótframboð gegn fjármálaráðherraBrýn þörf fyrir trúverðuga forystu í baráttunni gegn fjársveltistefnu Benedikts JóhannessonarBenedikt Jóhannesson á hrós skilið fyrir að hafa átt frumkvæði að stofnun Hollvinafélags MR árið 2013 og leitt félagið með glæsibrag. Þörf er á öflugum samtökum sem standa vörð um hagsmuni og heiður Menntaskólans í Reykjavík. Starf slíkra samtaka felst ekki síst í því að verja skólann fyrir niðurskurði skammsýnna stjórnmálamanna sem skilja ekki að framtíð íslensks samfélags veltur á öflugu menntakerfi.Árið 2013 gaf Hollvinafélag MR út ályktun þar sem skorað var á Alþingi að tryggja skólanum viðunandi fjárframlög í fjárlögum. Því fagnaði ég á þeim tíma sem nýstúdent, enda hafði MR um árabil hlotið lægri fjárframlög en aðrir sambærilegir skólar. Ég fagnaði því að sama skapi þegar Benedikt tók við embætti fjármálaráðherra í byrjun janúar, enda taldi ég að þar færi maður sem hefði metnað fyrir uppbyggingu íslensks menntakerfis.Það voru því mikil vonbrigði þegar Benedikt Jóhannesson kynnti fjármálaáætlun sína til næstu fimm ára, en þar er boðuð 630 milljón króna lækkun fjárframlaga til framhaldsskólastigsins næstu árin – það sem kallað er „umtalsverður sparnaður” í greinargerð tillögunnar. Þetta gengur í berhögg við þau fyrirheit sem gefin voru á síðasta kjörtímabili, en þá var því heitið að sparnaðurinn sem fælist í styttingu námstímans myndi nýtast innan framhaldsskólastigsins til uppbyggingar öflugu skólastarfi.Brátt eru liðnir tveir mánuðir síðan fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar var kynnt almenningi. Stjórnendur framhaldsskóla og framhaldsskólakennarar hafa gert alvarlegar athugasemdir við áætlunina. Hins vegar hefur enn ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR. Hverju sætir hún, þessi æpandi þögn Hollvinafélags MR um niðurskurð Benedikts til framhaldsskóla? Getur hugsast að þögnin hafi eitthvað með það að gera að Benedikt er sjálfur formaður Hollvinafélagsins?Það verður að teljast afar óheppilegt að fjármálaráðherra gegni formannshlutverki í hollvinafélagi stofnunar sem hann ákvarðar sjálfur fjárframlög til. Raunar yrði það Menntaskólanum í Reykjavík til háðungar ef sami maður og stendur að stórfelldum niðurskurði til framhaldsskóla yrði áfram andlit hollvinafélags skólans.Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína sem formaður Hollvinafélags MR. Ég mun leitast við að efla starfsemi félagsins og auka sýnileika þess. Þá mun ég leggja höfuðáherslu á að veita stjórnvöldum aðhald með trúverðugum hætti, verja hagsmuni og heiður Menntaskólans í Reykjavík og berjast af hörku gegn fjársveltistefnu Benedikts Jóhannessonar.Með baráttukveðju, Hrafnkell Hringur Helgason
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira