Mercedes stefnir í yfir 100.000 AMG-bíla í ár Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2017 10:39 Mercedes Benz GLC63. Mercedes Benz er með sérstaka sportbíladeild sem ber stafina AMG, líkt og margir þekkja. Hún hefur vaxið mjög og hafa AMG-bílar Benz selst einkar vel á undanförnum árum. Aukningin á síðast ári var til dæmis 44,1% og seldust þá 99.235 AMG-bílar. Mercedes Benz ætlar auðvitað að gera enn betur í ár og því gætu seldir AMG-bílar fyrsta sinni náð 100.000 bíla markinu. AMG bílgerðum hefur fjölgað mjög á síðustu misserum og eiga viðbætur í formi A-Class AMG og CLA AMG ekki síst þátt í þeirri miklu aukningu sem varð á síðasta ári. Mercedes Benz verður að passa sig á því að þynna ekki um of út AMG-bílgerðir sínar, en þar á bæ eru ekki miklar áhyggjur af því með réttri blöndu af AMG 43 og AMG 63, enn öflugri gerðum. Auk þess mun AMG Project One, nýr ofurbíll frá Benz, halda uppi ímynd AMG-bíla. Aðeins verða smíðuð 275 eintök af þeim bíl og mun hvert þeirra kosta um 240 milljónir króna. Hann verður þó ekki tilbúinn til afhendingar fyrr en árið 2019. Búist er við því að vöxtur AMG verði yfir 10% í ár. Til að styðja við þá aukningu hefur Mercedes Benz víða sett upp sérstaka sýningarsali fyrir AMG-bíla, með aðgreiningu frá öðrum bílum Mercedes Benz. Nú bjóðast 19 einstaka gerðir AMG-bíla og er dýrasta gerðin AMG GT R. Hann kostar 140.000 evrur í Þýskalandi, er með 577 hestafla vél og 321 km hámarkshraða. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent
Mercedes Benz er með sérstaka sportbíladeild sem ber stafina AMG, líkt og margir þekkja. Hún hefur vaxið mjög og hafa AMG-bílar Benz selst einkar vel á undanförnum árum. Aukningin á síðast ári var til dæmis 44,1% og seldust þá 99.235 AMG-bílar. Mercedes Benz ætlar auðvitað að gera enn betur í ár og því gætu seldir AMG-bílar fyrsta sinni náð 100.000 bíla markinu. AMG bílgerðum hefur fjölgað mjög á síðustu misserum og eiga viðbætur í formi A-Class AMG og CLA AMG ekki síst þátt í þeirri miklu aukningu sem varð á síðasta ári. Mercedes Benz verður að passa sig á því að þynna ekki um of út AMG-bílgerðir sínar, en þar á bæ eru ekki miklar áhyggjur af því með réttri blöndu af AMG 43 og AMG 63, enn öflugri gerðum. Auk þess mun AMG Project One, nýr ofurbíll frá Benz, halda uppi ímynd AMG-bíla. Aðeins verða smíðuð 275 eintök af þeim bíl og mun hvert þeirra kosta um 240 milljónir króna. Hann verður þó ekki tilbúinn til afhendingar fyrr en árið 2019. Búist er við því að vöxtur AMG verði yfir 10% í ár. Til að styðja við þá aukningu hefur Mercedes Benz víða sett upp sérstaka sýningarsali fyrir AMG-bíla, með aðgreiningu frá öðrum bílum Mercedes Benz. Nú bjóðast 19 einstaka gerðir AMG-bíla og er dýrasta gerðin AMG GT R. Hann kostar 140.000 evrur í Þýskalandi, er með 577 hestafla vél og 321 km hámarkshraða.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent