Bíleigendur ánægðastir með Skoda Superb Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2017 16:00 Skoda Superb eigendur eru ánægðastir. Árleg könnun hins breska Auto Express sem mælir ánægju bíleigenda með nýja bíla sína leiðir í ljós að allra ánægðustu bíleigendurnir eiga Skoda Superb. Hann skoraði 93,4% í ánægjuvog Auto Express og í öðru sæti var annar Skoda bíll, Yeti með einkunnina 93,3%. Eini bíllinn sem fellur undir flokk lúxusbíla sem náði á topp 5 listann var Lexus RX, sem var í þriðja sæti með einkunnina 93,1%. Sömu einkunn fékk Toyota RAV4 og í fimmta sæti var Kia cee´d með 93,0%. Það kemur hressilega á óvart hvað ódýrari bílar eru að fá betri einkunn en lúxusbílarnir. Lægstu einkunn þeirra 75 bílgerða sem kannaðar voru fékk Citroën C1 en þar á eftir komu Ford Mondeo, Citroën C4 Cactus, Audi A1 og Volkswagen up! Almennt eru breskir bíleigendur nýrra bíla sinna ánægðir með val sitt því meðaleinkunnin var 89,5%. Um 70.000 bíleigendur voru spurðir um bíla sína hvað 9 mismunandi þætti þeirra varðar, meðal annars um áreiðanleika, rekstrarkostnað, þægindi og aksturseiginleika. Helstu umkvörtunarefni bíleigenda varðaði skottpláss, eyðslu og leiðsögukerfi bílanna. Þó svo að Skoda Superb bíllinn hafi skorað hæst allra er hann langt frá því fullkominn því margir kvörtuðu yfir rafkerfi bílsins og fimmtungur eigenda Superb höfðu yfir einhverju að kvarta. Þriðjungur eigenda Jaguar XF bílsins sögðu að hann hefði bilað á síðustu 12 mánuðum. Nær það sama átti við Jaguar XE bílinn (26,7%) og Land Rover Discovery Sport (25,3%). Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent
Árleg könnun hins breska Auto Express sem mælir ánægju bíleigenda með nýja bíla sína leiðir í ljós að allra ánægðustu bíleigendurnir eiga Skoda Superb. Hann skoraði 93,4% í ánægjuvog Auto Express og í öðru sæti var annar Skoda bíll, Yeti með einkunnina 93,3%. Eini bíllinn sem fellur undir flokk lúxusbíla sem náði á topp 5 listann var Lexus RX, sem var í þriðja sæti með einkunnina 93,1%. Sömu einkunn fékk Toyota RAV4 og í fimmta sæti var Kia cee´d með 93,0%. Það kemur hressilega á óvart hvað ódýrari bílar eru að fá betri einkunn en lúxusbílarnir. Lægstu einkunn þeirra 75 bílgerða sem kannaðar voru fékk Citroën C1 en þar á eftir komu Ford Mondeo, Citroën C4 Cactus, Audi A1 og Volkswagen up! Almennt eru breskir bíleigendur nýrra bíla sinna ánægðir með val sitt því meðaleinkunnin var 89,5%. Um 70.000 bíleigendur voru spurðir um bíla sína hvað 9 mismunandi þætti þeirra varðar, meðal annars um áreiðanleika, rekstrarkostnað, þægindi og aksturseiginleika. Helstu umkvörtunarefni bíleigenda varðaði skottpláss, eyðslu og leiðsögukerfi bílanna. Þó svo að Skoda Superb bíllinn hafi skorað hæst allra er hann langt frá því fullkominn því margir kvörtuðu yfir rafkerfi bílsins og fimmtungur eigenda Superb höfðu yfir einhverju að kvarta. Þriðjungur eigenda Jaguar XF bílsins sögðu að hann hefði bilað á síðustu 12 mánuðum. Nær það sama átti við Jaguar XE bílinn (26,7%) og Land Rover Discovery Sport (25,3%).
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent