Kólerufaraldur í Jemen: Yfir 100 þúsund manns smitaðir og tölur fara hækkandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. júní 2017 12:13 Frá sjúkrahúsi í Jemen. Vísir/AFP Tilfelli kólerusmitaðra í Jemen hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði. Talið er að yfir 100 þúsund manns séu smitaðir. Tilkynnt var um fyrstu smit í lok apríl þessa árs og hefur kólerusmit dreift sér um 19 af 23 héruðum landsins. Talsmaður Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur staðfest að 789 manns hafi þegar látist af völdum sjúkdómsins. Reuters greinir frá. „Jemen stendur á barmi alvarlegs kólerufaralds sem ekki hefur þekkst áður,“ segir í tilkynningu frá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna. Nefnt er að hungursneyð spili einnig stóran þátt í ástandinu. Landið stendur illa að vígi í baráttunni gegn kóleru en borgarastríð hefur geysað þar í landi í tvö ár. Flest öll innviði landsins eru því í molum og heilbrigðiskerfið stendur ekki undir álaginu.Undir venjulegum kringumstæðum er auðvelt að meðhöndla kóleru en eins og staðan er í dag þá virðist það ekki vera möguleiki. Stór hluti íbúa Jemens hefur því mikla þörf fyrir aðstoð frá neyðarsamtökum eða um 19 milljónir af 28 miljlónum. Lífið í Jemen snýst því ekki einungis um borgarastríðið heldur hefur hungursneyð og kólerufaraldur nú bæst við áhyggjuefni íbúanna. WHO hefur nú þegar varað við því að óbreytt ástand geti orðið til þess að fjöldi smitaðra hækki upp í 300 þúsund þrátt fyrir að tilfellum hafi fækkað lítillega fyrstu vikuna í júní miðað við stöðuna í lok maí. Jemen Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49 Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38 Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06 Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tilfelli kólerusmitaðra í Jemen hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði. Talið er að yfir 100 þúsund manns séu smitaðir. Tilkynnt var um fyrstu smit í lok apríl þessa árs og hefur kólerusmit dreift sér um 19 af 23 héruðum landsins. Talsmaður Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur staðfest að 789 manns hafi þegar látist af völdum sjúkdómsins. Reuters greinir frá. „Jemen stendur á barmi alvarlegs kólerufaralds sem ekki hefur þekkst áður,“ segir í tilkynningu frá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna. Nefnt er að hungursneyð spili einnig stóran þátt í ástandinu. Landið stendur illa að vígi í baráttunni gegn kóleru en borgarastríð hefur geysað þar í landi í tvö ár. Flest öll innviði landsins eru því í molum og heilbrigðiskerfið stendur ekki undir álaginu.Undir venjulegum kringumstæðum er auðvelt að meðhöndla kóleru en eins og staðan er í dag þá virðist það ekki vera möguleiki. Stór hluti íbúa Jemens hefur því mikla þörf fyrir aðstoð frá neyðarsamtökum eða um 19 milljónir af 28 miljlónum. Lífið í Jemen snýst því ekki einungis um borgarastríðið heldur hefur hungursneyð og kólerufaraldur nú bæst við áhyggjuefni íbúanna. WHO hefur nú þegar varað við því að óbreytt ástand geti orðið til þess að fjöldi smitaðra hækki upp í 300 þúsund þrátt fyrir að tilfellum hafi fækkað lítillega fyrstu vikuna í júní miðað við stöðuna í lok maí.
Jemen Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49 Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38 Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06 Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00
Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49
Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38
Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06
Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00