Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Snærós Sindradóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. Vísir/Eyþór „Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti neiti að undirrita stjórnarathöfn. Ef hann neitar að undirrita stjórnarathöfn að tillögu ráðherra þá getur hún ekki tekið gildi,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Ríflega 4.200 manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands og hvatt hann til að synja samþykkt Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Samþykktin hefur vakið gagnrýni, m.a. vegna vísbendinga um að lög verið brotin í ferlinu. „Það er grundvallarmunur á hvort forseti neitar að undirrita lög eða neitar að undirrita skipun embættismanna því stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forseti geti neitað að undirrita lög. Ef forseti neitar að undirrita lög þá taka þau strax gildi og síðan þarf að setja þau í þjóðaratkvæði svo þjóðin eigi lokaorðið. En þegar ráðherra leggur fyrir forseta tillögur til undirritunar, eins og milliríkjasamninga eða tillögu um þingrof, er gert ráð fyrir að forseti samþykki slíkt og undirriti. Það er hins vegar ljóst að ákvörðun getur ekki tekið gildi nema báðir undirriti, ráðherra og forseti.“ Björg vísar til 19. greinar stjórnarskrár: „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Eitt fordæmi er fyrir því að forseti neiti að undirrita slíkan gjörning ráðherra með rökstuddri yfirlýsingu, en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði að rita undir þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl 2016.Björg Thorarensen lagaprófessor Fréttablaðið/ValliJón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greindi frá því á laugardag eftir samtal við forseta að sá síðarnefndi hygðist taka sér tíma og fara vel yfir málið. Björg segir engin tímamörk hvíla á forsetanum. „Það er hvergi gert ráð fyrir frestum sem forseti hefur, ekki frekar en í öðrum stjórnarathöfnum sem hann undirritar, enda gert ráð fyrir að hann undirriti þær.“ Krafan á forsetann nú snýst m.a. um að vegna yfirvofandi dómsmála beri Guðna að synja tillögunni staðfestingar. „Það væri í hæsta máta óvenjulegt og í mínum huga ósennilegt. Ég held að honum stæði nær að búast við að dómstólar leysi úr slíku.“ Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti neiti að undirrita stjórnarathöfn. Ef hann neitar að undirrita stjórnarathöfn að tillögu ráðherra þá getur hún ekki tekið gildi,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Ríflega 4.200 manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands og hvatt hann til að synja samþykkt Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Samþykktin hefur vakið gagnrýni, m.a. vegna vísbendinga um að lög verið brotin í ferlinu. „Það er grundvallarmunur á hvort forseti neitar að undirrita lög eða neitar að undirrita skipun embættismanna því stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forseti geti neitað að undirrita lög. Ef forseti neitar að undirrita lög þá taka þau strax gildi og síðan þarf að setja þau í þjóðaratkvæði svo þjóðin eigi lokaorðið. En þegar ráðherra leggur fyrir forseta tillögur til undirritunar, eins og milliríkjasamninga eða tillögu um þingrof, er gert ráð fyrir að forseti samþykki slíkt og undirriti. Það er hins vegar ljóst að ákvörðun getur ekki tekið gildi nema báðir undirriti, ráðherra og forseti.“ Björg vísar til 19. greinar stjórnarskrár: „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Eitt fordæmi er fyrir því að forseti neiti að undirrita slíkan gjörning ráðherra með rökstuddri yfirlýsingu, en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði að rita undir þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl 2016.Björg Thorarensen lagaprófessor Fréttablaðið/ValliJón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greindi frá því á laugardag eftir samtal við forseta að sá síðarnefndi hygðist taka sér tíma og fara vel yfir málið. Björg segir engin tímamörk hvíla á forsetanum. „Það er hvergi gert ráð fyrir frestum sem forseti hefur, ekki frekar en í öðrum stjórnarathöfnum sem hann undirritar, enda gert ráð fyrir að hann undirriti þær.“ Krafan á forsetann nú snýst m.a. um að vegna yfirvofandi dómsmála beri Guðna að synja tillögunni staðfestingar. „Það væri í hæsta máta óvenjulegt og í mínum huga ósennilegt. Ég held að honum stæði nær að búast við að dómstólar leysi úr slíku.“
Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00
Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00
Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47