Erlent

Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að draga land sitt út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál er „skammsýn og kjánaleg“, að sögn utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa baráttuna gegn loftslagsbreytingum.

Aðeins Sýrland og Níkaragva skrifuðu ekki undir Parísarsamkomulagið, síðarnefnda landið vegna þess að þarlend stjórnvöld töldu það ekki ganga nógu langt. Einræðisríkið Norður-Kórea sem er nær algerlega einangrað á alþjóðavettvangi er hins vegar á meðal aðila þess.

„Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins samkvæmt frétt Washington Post.

Dómur sögunnar mun ganga jafnt yfir þá sem fylgja Trump

Vara norður-kóresk stjórnvöld við því að hnattræn hlýnun sé ein alvarlegasta ógnin sem steðji að mannkyninu. Þau hafa sjálf heitið því að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um 37,4% miðað við á 10. áratug síðustu aldar.

„Hver sá sem fylgur ríkisstjórn Trump sem lætur stjórnast af mannalátum ætti að gera sér grein fyrir því að dómu sögunnar mun taka eins á þeim öllum,“ segir utanríkisráðuneytið.


Tengdar fréttir

Parísarsamkomulagið er sagt í hættu

Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út

Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“

Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×