Ráð til að hætta að trumpast Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Þegar þér finnst þú hafa horn í síðu einhvers, skýtur jafnan upp kollinum púkaleg hugsun sem leiðir þér fyrir sjónir hvernig hægt er að ná fram hefndum og hvernig þér ber, með stórkallalegum hætti, að koma í veg fyrir að einhver geri þér skráveifu framvegis. Þessi hugsun skákar í því skjóli að vera annt um velferð þína en það eina sem hún áorkar er hatur og andvökunætur. Hún nærir eitthvað illt sem aldrei fær nóg. Hún er af sama toga og sú sem segir þér að klóra þér í sárinu. Einsog í því tilfelli má finna tímabundna fró með því að láta undan henni en til lengri tíma veldur það vanlíðan. Hafir þú hinsvegar styrk til að leiða hana hjá þér geturðu losnað við kláða og hatur. Donald Trump er einn af holdgervingum þessarar púkalegu hugsunar. Hann ýfir upp gremju vegna framkomu hálfs heimsins gagnvart sínu fólki og nú er komið að því að jafna metin með stórkallalegum hætti. Í stað þess að leiða falsspámanninn hjá sér hafa nægilega margir tekið ófagnaðarerindinu og klóra sér nú í særðu þjóðarstoltinu. Mér verður hugsað til dæmisögu einnar sem segir af vitrum indjána sem sagði við dreng að innra með hverri manneskju væru tveir ernir sem öttu kappi. Annar væri grimmur, gráðugur og hatursfullur en hinn spakur og kærleiksríkur. Drengurinn spurði náttúrlega hver myndi vinna. „Sá sem þú fæðir,“ svaraði vitringurinn. Heimurinn býður uppá næg tækifæri til að næra hatur og græðgi með því að láta glepjast af púkalegum hugsunum og binda trúss sitt við holdgervinga þeirra. Sá örn er hinsvegar orðinn æði stór og alls óvíst hversu lengi í viðbót heimurinn hefur efni á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun
Þegar þér finnst þú hafa horn í síðu einhvers, skýtur jafnan upp kollinum púkaleg hugsun sem leiðir þér fyrir sjónir hvernig hægt er að ná fram hefndum og hvernig þér ber, með stórkallalegum hætti, að koma í veg fyrir að einhver geri þér skráveifu framvegis. Þessi hugsun skákar í því skjóli að vera annt um velferð þína en það eina sem hún áorkar er hatur og andvökunætur. Hún nærir eitthvað illt sem aldrei fær nóg. Hún er af sama toga og sú sem segir þér að klóra þér í sárinu. Einsog í því tilfelli má finna tímabundna fró með því að láta undan henni en til lengri tíma veldur það vanlíðan. Hafir þú hinsvegar styrk til að leiða hana hjá þér geturðu losnað við kláða og hatur. Donald Trump er einn af holdgervingum þessarar púkalegu hugsunar. Hann ýfir upp gremju vegna framkomu hálfs heimsins gagnvart sínu fólki og nú er komið að því að jafna metin með stórkallalegum hætti. Í stað þess að leiða falsspámanninn hjá sér hafa nægilega margir tekið ófagnaðarerindinu og klóra sér nú í særðu þjóðarstoltinu. Mér verður hugsað til dæmisögu einnar sem segir af vitrum indjána sem sagði við dreng að innra með hverri manneskju væru tveir ernir sem öttu kappi. Annar væri grimmur, gráðugur og hatursfullur en hinn spakur og kærleiksríkur. Drengurinn spurði náttúrlega hver myndi vinna. „Sá sem þú fæðir,“ svaraði vitringurinn. Heimurinn býður uppá næg tækifæri til að næra hatur og græðgi með því að láta glepjast af púkalegum hugsunum og binda trúss sitt við holdgervinga þeirra. Sá örn er hinsvegar orðinn æði stór og alls óvíst hversu lengi í viðbót heimurinn hefur efni á honum.