Ellefu ára gamalt met slegið í bílasölu í maímánuði Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2017 16:51 Nissan Micra er seldur hjá BL. Alls seldust 4.107 nýir fólks- og sendibílar í maí nýliðnum og voru skráðir 1.211 bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Þar með sló BL 11 ára gamalt Íslandsmet Toyota frá árinu 2006 þegar alls voru nýskráðar 1.013 Toyotabifreiðar. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016. BL hefur fyrstu fimm mánuði ársins selt 3.359 nýja bíla sem er aukning um 21% eða 578 bíla. Hlutdeild BL er því eftir þessa fyrstu mánuði 29,3% samanborið við 27,5% hlutdeild á sama tíma í fyrra. Þessa fyrstu fimm mánuði hefur sala til bílaleiga aukist um 7% en fyrirtækja- og einstaklingsmarkaður hefur aukist um 21%. BL hefur aftur á móti aukið sölu sína til einstakinga um 63% það sem af er árinu. Hlutdeild BL á einstaklingsmarkaði hefur vaxið úr 22,6% í 28% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent
Alls seldust 4.107 nýir fólks- og sendibílar í maí nýliðnum og voru skráðir 1.211 bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Þar með sló BL 11 ára gamalt Íslandsmet Toyota frá árinu 2006 þegar alls voru nýskráðar 1.013 Toyotabifreiðar. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016. BL hefur fyrstu fimm mánuði ársins selt 3.359 nýja bíla sem er aukning um 21% eða 578 bíla. Hlutdeild BL er því eftir þessa fyrstu mánuði 29,3% samanborið við 27,5% hlutdeild á sama tíma í fyrra. Þessa fyrstu fimm mánuði hefur sala til bílaleiga aukist um 7% en fyrirtækja- og einstaklingsmarkaður hefur aukist um 21%. BL hefur aftur á móti aukið sölu sína til einstakinga um 63% það sem af er árinu. Hlutdeild BL á einstaklingsmarkaði hefur vaxið úr 22,6% í 28% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent