Ellefu ára gamalt met slegið í bílasölu í maímánuði Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2017 16:51 Nissan Micra er seldur hjá BL. Alls seldust 4.107 nýir fólks- og sendibílar í maí nýliðnum og voru skráðir 1.211 bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Þar með sló BL 11 ára gamalt Íslandsmet Toyota frá árinu 2006 þegar alls voru nýskráðar 1.013 Toyotabifreiðar. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016. BL hefur fyrstu fimm mánuði ársins selt 3.359 nýja bíla sem er aukning um 21% eða 578 bíla. Hlutdeild BL er því eftir þessa fyrstu mánuði 29,3% samanborið við 27,5% hlutdeild á sama tíma í fyrra. Þessa fyrstu fimm mánuði hefur sala til bílaleiga aukist um 7% en fyrirtækja- og einstaklingsmarkaður hefur aukist um 21%. BL hefur aftur á móti aukið sölu sína til einstakinga um 63% það sem af er árinu. Hlutdeild BL á einstaklingsmarkaði hefur vaxið úr 22,6% í 28% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Alls seldust 4.107 nýir fólks- og sendibílar í maí nýliðnum og voru skráðir 1.211 bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Þar með sló BL 11 ára gamalt Íslandsmet Toyota frá árinu 2006 þegar alls voru nýskráðar 1.013 Toyotabifreiðar. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016. BL hefur fyrstu fimm mánuði ársins selt 3.359 nýja bíla sem er aukning um 21% eða 578 bíla. Hlutdeild BL er því eftir þessa fyrstu mánuði 29,3% samanborið við 27,5% hlutdeild á sama tíma í fyrra. Þessa fyrstu fimm mánuði hefur sala til bílaleiga aukist um 7% en fyrirtækja- og einstaklingsmarkaður hefur aukist um 21%. BL hefur aftur á móti aukið sölu sína til einstakinga um 63% það sem af er árinu. Hlutdeild BL á einstaklingsmarkaði hefur vaxið úr 22,6% í 28% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent