Úkraínska lögreglan kaupir 635 Outlander PHEV Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 15:00 Mitsubishi afhendir úkraínsku lögreglunni 635 Outlander PHEV bíla. Stærstu einstöku kaup á tengiltvinnbílum voru gerð í Úkraínu um daginn þegar Mitsubishi afgreiddi lögregluna í Kiev með 635 bílum af Outlander PHEV gerð. Þessi kaup voru gerð í anda „Green Investment Scheme“, alþjóðlegrar samþykktar til umhverfisverndar. Fyrir nokkrum árum afgreiddi Mitsubishi 507 eintök af litla rafmagnsbílnum i-MiEV til Eistlands undir sömu formerkjum. Þegar bílarnir voru afhentir voru viðstaddir forsætisráðherra Úkraínu og forstjóri Mitsubishi. Mitsubishi Outlander, sem framleiðsla hófst á árið 2013, hefur verið söluhæsti tengiltvinnbíllinn í Evrópu síðastliðin 4 ár samfellt og hafði selst samtals í 80.768 eintökum í lok árs í fyrra. Í bílnum er 2,0 lítra bensínvél sem er 121 hestöfl, en þegar afl rafmagnsmótoranna er bætt við skilar hann 203 hestöflum. Hægt er að aka bílnum á rafmagninu eingöngu fyrstu 54 kílómetrana. Mitsubishi hefur nú þegar sýnt útlit næstu kynslóðar Outlander PHEV með tilraunabílnum GT-PHEV Concept, sem fyrirtækið sýndi á bílasýningunni í París fyrr á árinu. Þessi nýja gerð fær stærri 2,5 lítra vél og stærri rafmagnsmótora, nú þrjá í stað tveggja, sem og stærri rafhlöður. Hann á að komast fyrstu 120 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hafa heildardrægni uppá hvorki meira né minna en 1.200 kílómetra með því bensíni sem á tank hans kemst. Ekki er ljóst hvenær þessi nýja gerð kemur á markað. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent
Stærstu einstöku kaup á tengiltvinnbílum voru gerð í Úkraínu um daginn þegar Mitsubishi afgreiddi lögregluna í Kiev með 635 bílum af Outlander PHEV gerð. Þessi kaup voru gerð í anda „Green Investment Scheme“, alþjóðlegrar samþykktar til umhverfisverndar. Fyrir nokkrum árum afgreiddi Mitsubishi 507 eintök af litla rafmagnsbílnum i-MiEV til Eistlands undir sömu formerkjum. Þegar bílarnir voru afhentir voru viðstaddir forsætisráðherra Úkraínu og forstjóri Mitsubishi. Mitsubishi Outlander, sem framleiðsla hófst á árið 2013, hefur verið söluhæsti tengiltvinnbíllinn í Evrópu síðastliðin 4 ár samfellt og hafði selst samtals í 80.768 eintökum í lok árs í fyrra. Í bílnum er 2,0 lítra bensínvél sem er 121 hestöfl, en þegar afl rafmagnsmótoranna er bætt við skilar hann 203 hestöflum. Hægt er að aka bílnum á rafmagninu eingöngu fyrstu 54 kílómetrana. Mitsubishi hefur nú þegar sýnt útlit næstu kynslóðar Outlander PHEV með tilraunabílnum GT-PHEV Concept, sem fyrirtækið sýndi á bílasýningunni í París fyrr á árinu. Þessi nýja gerð fær stærri 2,5 lítra vél og stærri rafmagnsmótora, nú þrjá í stað tveggja, sem og stærri rafhlöður. Hann á að komast fyrstu 120 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hafa heildardrægni uppá hvorki meira né minna en 1.200 kílómetra með því bensíni sem á tank hans kemst. Ekki er ljóst hvenær þessi nýja gerð kemur á markað.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent