Óvinur andarinnar tilnefnd sem besta sýning ársins í Noregi Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2017 12:39 Þorleifur og Mikael gerðu gott mót í Noregi þar sem þeir tókust á við sjálfan Hendrik Ibsen. Ekkert lát er á velgengni Þorleifs Arnars Arnarsonar leikstjóra. Nýjasta rós í hnappagat Þorleifs er sú að sýning hans The Enemy of the Duck eða bara Óvinur andarinnar eftir hann, Mikael Torfason og Henrik Ibsen, er tilnefnd sem sýning ársins í Noregi í því sem heitir Hedda Prisen. Virt leiklistarverðlaun, mikill heiður ekki bara fyrir Þorleif heldur íslenskt leikhús í heild sinni. Lyftistöng fyrir íslensku leiklistina, vonandi. Vegsemdin kemur að utan. „Takk. Gaman að heyra. Vonandi skilar þetta einhverju út í samfélagið. Leikhúsið og lífið. Til þess er jú leikurinn gerður. Við erum andlegar verur. Ekki bara materíalískar og við þurfum þá næringu líka. Hugrænt sem sálrænt,“ segir Þorleifur Örn kátur í samtali við Vísi. Hann er nú staddur úti í Þýskalandi, í Karlsruhe nánar tiltekið og stendur í ströngu. Nánar að því síðar.Óvinur andarinnar slær í gegn Hedda Prisen er kennd við samnefnda persónu Ibsen, Heddu Gabler, en verk þeirra Þorleifs og Mikaels byggir á öðrum tveim verkum Ibsens, Villiöndinni og Fjandmanni fólksins, og opnunarsýning Ibsen-hátíðarinnar í Osló fyrr í vetur.Sýningin sló í gegn í Noregi og fékk glymjandi viðtökur. Í byrjun febrúar var hún valin besta leikhúsupplifunin að mati lesenda Natt og dag menningartímaritsins í Noregi en það er eitt helsta tímarit sinnar tegundar. Teymi Þorleifs í Osló samanstóð af þeim Mikael auk þess sem Sunneva Ása Weissahappel myndlistarkona sá um búninga, Bjarni Frímann tónskáld um tónlistina og Vytautas Narbutas gerði leikmyndina en hann hefur starfað mikið í íslensku leikhúsi.Fífldirfskan frá Þorleifi komin Tilnefningin kemur því ekkert endilega á óvart. Og þó. Það hlýtur að teljast talsverð bíræfni að vaða inní hámenninguna norsku á skítugum skónum og skrifa nýja íslenska útgáfu af Ibsen fyrir Norðmenn. Þorleifur lýsti því í viðtali við Vísi í fyrra að um fífldirfsku hafi verið að ræða.„Þetta er hugmynd frá Þorleifi,“ segir Mikael Torfason og vill ekki kannast við að vera svo brjálaður að láta sér detta annað eins og þetta í hug.Sýningin var skrautleg og hefur nú verið tilnefnd sem sýning ársins í Noregi.„Við vorum á kafi í Njálu þegar Þorleifur stakk upp á því að ég færi með honum í þetta verkefni að skrifa nýtt leikrit upp úr tveimur af þekktari verkum Ibsen, Villiöndinni og Fjandmanni fólksins. Ég sagði auðvitað strax já því það hefur verið alveg ótrúlega gefandi að vinna með þessum góða vini mínum,” segir Mikael.Vinna nú sveittir í skýrslu Rannsóknarnefndar Þeir Þorleifur sitja þessa dagana sveittir við að skrifa nýtt íslenskt leikriti sem byggir á Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Verkið hefur fengið heitið Guð blessi Ísland og verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í október. Þorleifur leikstýrir og þeir Mikael skrifa verkið saman. Sunneva, sem sá um búningana í Osló og hefur starfað um hríð með Þorleifi, hannar búninga og gervi í Guð blessi Ísland líkt og hún gerði einmitt í Njálu og hlaut Grímuverðlaun fyrir. Þorleifur Örn hefur sem leikstjóri gert víðreist um Evrópu síðustu ár. Í vor frumsýndi hann Álfahöllina í Þjóðleikhúsinu, umdeilda sýningu og í næstu vikur frumsýnir hann óperu í Þýskalandi. Hann er bókaður næstu ár í stærstu leikhúsum Þýskalands, og víðar, og sem fyrr segir þá leikstýrir hann verki þeirra Mikaels, Guð blessi Ísland, í Borgarleikhúsinu og æfingar á því verki hefjast beint í haust.Umdeild sýning, hrifning og deilur En, með Hedda Prisen, hvaða þýðingu hefur það? Auðvitað hallærisleg spurning. Já, eiginlega varla boðleg þannig að við drögum hana til baka. En, Þorleifur segir það magnað að hafa opnað eina stærstu leiklistarhátíð Evrópu með endurtúlkun á heimaskáldinu, sýning sem var bæði vakti mikla hrifningu og var mikið rædd, skrifað um og deilt.Þeir sem hafa séð Njálu taka eftir því að ekki er um ótengd efnistök að ræða, svipaður stíll enda listrænir stjórnendur þeir sömu.„Blöðin skrifuðu greinar um þessa nálgun, sumum fannst helst til langt gengið meðan aðrir sögðu að heldur betur hefði verið kominn tími til. Með þetta allt þetta í huga er verulega gaman að hún sé svo tilnefnd sem sýning ársins. Hér eru margar borgir og mörg leikhús, tilnefningar eru fáar, og þeim mun skemmtilegra að fá tilnefningu.“Íslendingur í Noregi harðasti gagnrýnandinn Þorleifur segir það skemmtilegt að vera á lista með listamönnum eins og Róbert Wilson. „Á síðasta ári voru 2 sýningar frá mér nefndar sem sýning ársins í Þýskalandi af fagtímaritinu Deutsche Buehne og deildi ég þeim heiðri með leikstjórum sem ég leit upp til þegar ég var að byrja. Það er svo skrítið að vera allt i einu komin í flokk með svona listamönnum.“ En, varðandi Óvin andarinnar (þvílíkur titill), þá ræddum við það þegar sú uppfærsla var í undirbúningi að þetta væri fífldirfska, að vera að fara svo djörfum höndum um þjóðskáldið og það á hans heimavelli. Íslenskir barbarar orðnir innstu koppar í búri í hámenningu Norðmanna? Voru virkilega engir norskir Jónar Viðarar sem voru með böggum hildar, töldu þetta tiltæki jaðra við helgispjöll?Mikael og Þorleifur en í baksýn má sjá styttu af Ibsen þar sem hann horfir á þessa Íslendinga fullur efasemda.Voru virkilega engir Jónar Viðarar sem voru með böggum hildar, töldu þetta tiltæki jaðra við helgispjöll?„Það fyndna var að það birtist grein í undanfara hátíðarinnar í Klassekampen (vinstri sinnaða blaðinu) þar sem ritstjórinn kallaði eftir minni tilraunastarfsemi. Sagði að það ætti bara að leika Ibsen eins og hann er skrifaður. Ef maður vildi endalaust gera eitthvað nýtt ætti maður að skrifa nýtt.“ Hið skondna við þetta er að sá sem skrifaði heitir Mímir Kristjánsson og er íslenskur. „Og viðtalið við blaðið fjallaði aðallega um svar mitt við þessum ummælum (ég vísaði í sýninguna) og fengum við svo mjög skemmtilega umfjöllun i kjölfarið þar sem hin postdramatíska nálgun var sett i samhengi.“Frábært að vinna með NorðmönnumEn, samstarfið við Norðmennina hefur þá, samkvæmt þessu, verið eins og skemmtiganga í skógi? „Já, mér fannst frábært að vinna þarna og spennandi að skoða þessa sögu og sögur með þeim. Þarna vorum við líka að skoða hefðina. Leikarar sem höfðu leikið rullurnar þarna 100 sinnum voru hér í raun að fjalla um þær. Þetta var magnað. Mikil stemning og mikið hugrekki.“ Þorleifur segist reyndar ekki hafa mikinn tíma til að velta þessu fyrir sér núna. Vika er í frumsýningu á Siegfried Wagners í Karlsruhe. „Fyrsta rennsli í gær var stoppað þegar aðalsöngvarinn datt niður tröppur sneri á sér ökkla, söngkona fór á spítala með magaverki og einn var sendir heim með 41 stiga hita... Já, það er stuð í leikhúsinu.“ Tengdar fréttir Besta leikhúsið í Noregi þykir íslenskt Sýning Þorleifs Arnar Arnarssonar og Mikaels Torfasonar hreppir verðlaun í Noregi. 3. febrúar 2017 21:45 Fífldirfska Þorleifs Arnars: Íslensk útgáfa á Ibsen í þjóðleikhúsi Norðmanna Þorleifur Örn veður í hin helgu vé með sýningu sem kostar yfir 100 milljónir. 9. nóvember 2015 14:55 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ekkert lát er á velgengni Þorleifs Arnars Arnarsonar leikstjóra. Nýjasta rós í hnappagat Þorleifs er sú að sýning hans The Enemy of the Duck eða bara Óvinur andarinnar eftir hann, Mikael Torfason og Henrik Ibsen, er tilnefnd sem sýning ársins í Noregi í því sem heitir Hedda Prisen. Virt leiklistarverðlaun, mikill heiður ekki bara fyrir Þorleif heldur íslenskt leikhús í heild sinni. Lyftistöng fyrir íslensku leiklistina, vonandi. Vegsemdin kemur að utan. „Takk. Gaman að heyra. Vonandi skilar þetta einhverju út í samfélagið. Leikhúsið og lífið. Til þess er jú leikurinn gerður. Við erum andlegar verur. Ekki bara materíalískar og við þurfum þá næringu líka. Hugrænt sem sálrænt,“ segir Þorleifur Örn kátur í samtali við Vísi. Hann er nú staddur úti í Þýskalandi, í Karlsruhe nánar tiltekið og stendur í ströngu. Nánar að því síðar.Óvinur andarinnar slær í gegn Hedda Prisen er kennd við samnefnda persónu Ibsen, Heddu Gabler, en verk þeirra Þorleifs og Mikaels byggir á öðrum tveim verkum Ibsens, Villiöndinni og Fjandmanni fólksins, og opnunarsýning Ibsen-hátíðarinnar í Osló fyrr í vetur.Sýningin sló í gegn í Noregi og fékk glymjandi viðtökur. Í byrjun febrúar var hún valin besta leikhúsupplifunin að mati lesenda Natt og dag menningartímaritsins í Noregi en það er eitt helsta tímarit sinnar tegundar. Teymi Þorleifs í Osló samanstóð af þeim Mikael auk þess sem Sunneva Ása Weissahappel myndlistarkona sá um búninga, Bjarni Frímann tónskáld um tónlistina og Vytautas Narbutas gerði leikmyndina en hann hefur starfað mikið í íslensku leikhúsi.Fífldirfskan frá Þorleifi komin Tilnefningin kemur því ekkert endilega á óvart. Og þó. Það hlýtur að teljast talsverð bíræfni að vaða inní hámenninguna norsku á skítugum skónum og skrifa nýja íslenska útgáfu af Ibsen fyrir Norðmenn. Þorleifur lýsti því í viðtali við Vísi í fyrra að um fífldirfsku hafi verið að ræða.„Þetta er hugmynd frá Þorleifi,“ segir Mikael Torfason og vill ekki kannast við að vera svo brjálaður að láta sér detta annað eins og þetta í hug.Sýningin var skrautleg og hefur nú verið tilnefnd sem sýning ársins í Noregi.„Við vorum á kafi í Njálu þegar Þorleifur stakk upp á því að ég færi með honum í þetta verkefni að skrifa nýtt leikrit upp úr tveimur af þekktari verkum Ibsen, Villiöndinni og Fjandmanni fólksins. Ég sagði auðvitað strax já því það hefur verið alveg ótrúlega gefandi að vinna með þessum góða vini mínum,” segir Mikael.Vinna nú sveittir í skýrslu Rannsóknarnefndar Þeir Þorleifur sitja þessa dagana sveittir við að skrifa nýtt íslenskt leikriti sem byggir á Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Verkið hefur fengið heitið Guð blessi Ísland og verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í október. Þorleifur leikstýrir og þeir Mikael skrifa verkið saman. Sunneva, sem sá um búningana í Osló og hefur starfað um hríð með Þorleifi, hannar búninga og gervi í Guð blessi Ísland líkt og hún gerði einmitt í Njálu og hlaut Grímuverðlaun fyrir. Þorleifur Örn hefur sem leikstjóri gert víðreist um Evrópu síðustu ár. Í vor frumsýndi hann Álfahöllina í Þjóðleikhúsinu, umdeilda sýningu og í næstu vikur frumsýnir hann óperu í Þýskalandi. Hann er bókaður næstu ár í stærstu leikhúsum Þýskalands, og víðar, og sem fyrr segir þá leikstýrir hann verki þeirra Mikaels, Guð blessi Ísland, í Borgarleikhúsinu og æfingar á því verki hefjast beint í haust.Umdeild sýning, hrifning og deilur En, með Hedda Prisen, hvaða þýðingu hefur það? Auðvitað hallærisleg spurning. Já, eiginlega varla boðleg þannig að við drögum hana til baka. En, Þorleifur segir það magnað að hafa opnað eina stærstu leiklistarhátíð Evrópu með endurtúlkun á heimaskáldinu, sýning sem var bæði vakti mikla hrifningu og var mikið rædd, skrifað um og deilt.Þeir sem hafa séð Njálu taka eftir því að ekki er um ótengd efnistök að ræða, svipaður stíll enda listrænir stjórnendur þeir sömu.„Blöðin skrifuðu greinar um þessa nálgun, sumum fannst helst til langt gengið meðan aðrir sögðu að heldur betur hefði verið kominn tími til. Með þetta allt þetta í huga er verulega gaman að hún sé svo tilnefnd sem sýning ársins. Hér eru margar borgir og mörg leikhús, tilnefningar eru fáar, og þeim mun skemmtilegra að fá tilnefningu.“Íslendingur í Noregi harðasti gagnrýnandinn Þorleifur segir það skemmtilegt að vera á lista með listamönnum eins og Róbert Wilson. „Á síðasta ári voru 2 sýningar frá mér nefndar sem sýning ársins í Þýskalandi af fagtímaritinu Deutsche Buehne og deildi ég þeim heiðri með leikstjórum sem ég leit upp til þegar ég var að byrja. Það er svo skrítið að vera allt i einu komin í flokk með svona listamönnum.“ En, varðandi Óvin andarinnar (þvílíkur titill), þá ræddum við það þegar sú uppfærsla var í undirbúningi að þetta væri fífldirfska, að vera að fara svo djörfum höndum um þjóðskáldið og það á hans heimavelli. Íslenskir barbarar orðnir innstu koppar í búri í hámenningu Norðmanna? Voru virkilega engir norskir Jónar Viðarar sem voru með böggum hildar, töldu þetta tiltæki jaðra við helgispjöll?Mikael og Þorleifur en í baksýn má sjá styttu af Ibsen þar sem hann horfir á þessa Íslendinga fullur efasemda.Voru virkilega engir Jónar Viðarar sem voru með böggum hildar, töldu þetta tiltæki jaðra við helgispjöll?„Það fyndna var að það birtist grein í undanfara hátíðarinnar í Klassekampen (vinstri sinnaða blaðinu) þar sem ritstjórinn kallaði eftir minni tilraunastarfsemi. Sagði að það ætti bara að leika Ibsen eins og hann er skrifaður. Ef maður vildi endalaust gera eitthvað nýtt ætti maður að skrifa nýtt.“ Hið skondna við þetta er að sá sem skrifaði heitir Mímir Kristjánsson og er íslenskur. „Og viðtalið við blaðið fjallaði aðallega um svar mitt við þessum ummælum (ég vísaði í sýninguna) og fengum við svo mjög skemmtilega umfjöllun i kjölfarið þar sem hin postdramatíska nálgun var sett i samhengi.“Frábært að vinna með NorðmönnumEn, samstarfið við Norðmennina hefur þá, samkvæmt þessu, verið eins og skemmtiganga í skógi? „Já, mér fannst frábært að vinna þarna og spennandi að skoða þessa sögu og sögur með þeim. Þarna vorum við líka að skoða hefðina. Leikarar sem höfðu leikið rullurnar þarna 100 sinnum voru hér í raun að fjalla um þær. Þetta var magnað. Mikil stemning og mikið hugrekki.“ Þorleifur segist reyndar ekki hafa mikinn tíma til að velta þessu fyrir sér núna. Vika er í frumsýningu á Siegfried Wagners í Karlsruhe. „Fyrsta rennsli í gær var stoppað þegar aðalsöngvarinn datt niður tröppur sneri á sér ökkla, söngkona fór á spítala með magaverki og einn var sendir heim með 41 stiga hita... Já, það er stuð í leikhúsinu.“
Tengdar fréttir Besta leikhúsið í Noregi þykir íslenskt Sýning Þorleifs Arnar Arnarssonar og Mikaels Torfasonar hreppir verðlaun í Noregi. 3. febrúar 2017 21:45 Fífldirfska Þorleifs Arnars: Íslensk útgáfa á Ibsen í þjóðleikhúsi Norðmanna Þorleifur Örn veður í hin helgu vé með sýningu sem kostar yfir 100 milljónir. 9. nóvember 2015 14:55 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Besta leikhúsið í Noregi þykir íslenskt Sýning Þorleifs Arnar Arnarssonar og Mikaels Torfasonar hreppir verðlaun í Noregi. 3. febrúar 2017 21:45
Fífldirfska Þorleifs Arnars: Íslensk útgáfa á Ibsen í þjóðleikhúsi Norðmanna Þorleifur Örn veður í hin helgu vé með sýningu sem kostar yfir 100 milljónir. 9. nóvember 2015 14:55