Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2017 11:30 Ferðamenn virðast elska Ísland en enskan er víða. Vísir/GVA/Anton Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til. Þetta segir Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í gær. Ber hún saman upplifun sína á nýlegri ferð til Finnlands við stöðuna á Íslandi í dag. Í Finnlandi segir Kristín að hvar sem hún hafi komið hafi henni alltaf verið heilsað að finnskum sið. Það sé þó annað uppi á teningnum á Íslandi. „Á Íslandi er mér iðulega heilsað á ensku og þó tel ég mig vera þokkalega íslenska í útliti“, skrifar Kristín. „Ég hef jafnvel lent í því að halda uppi heilu samræðunum við íslenskan starfsmann bókabúðar þar sem ég talaði íslensku allan tímann en var alltaf svarað á ensku.“ Þessa upplifun segir Kristín að sé að verða æ algengari hér á landi og að slík þróun sé slæm af tveimur ástæðum.Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á AkureyriVísir/AðsendFerðamenn vilji kynnast tungunni Í fyrsta lagi sýni rannsóknir að ferðamenn, sem koma hingað í æ auknum mæli, vilji kynnast daglegu lífi heimamanna. Ferðamenn sæki auðvitað hingað til lands til þess að upplifa náttúruna en æ fleiri komi hingað til lands til þess að kynnast heimamönnum og þar sé tungumálið ekki undanskilið. Segir hún að í félagi við samstarfsmann sinn hafi hún framkvæmd örlitla könnun meðal ferðamanna hér á landi þar sem kom fram að „87% þeirra fannst mjög eða frekar mikilvægt að sér væri a.m.k. heilsað á íslensku og 96% töldu það mjög eða frekar mikilvægt að læra einhver orð í málinu á meðan á dvölinni stæði.“Sjá einnig: Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunniSigrún spyr hvort þessar niðurstöður séu ekki í samræmi við upplifun Íslendinga þegar þeir ferðist erlendis og læri að heilsa og þakka fyrir sig á því tungumáli sem er notað á þeim stöðum sem heimsóttir eru. „Það sama á við um flesta útlendinga sem koma til Íslands. Þeir vilja læra að heilsa, kveðja, þakka fyrir sig og skála. Það er hluti af þeirra upplifun að ganga inn í verslun og heyra góðan dag, ekki good morning,“ skrifar Kristín.Hér er allt auglýst á ensku á veitingastað í miðbænum.Vísir/HannaÍ könnunni hafi einnig komið fram að mun færri ferðamenn svarað því að þeim hefði oftast eða alltaf verið heilsað á íslensku og aðeins rúmur þriðjungur hafði á tilfinningunni að sér væri yfirleitt heilsað á ensku jafn oft og á íslensku. „En samkvæmt þessari forkönnun og fjölmörgum erlendum könnunum er í raun verið að snuða fólkið um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til þegar það keypti sér ferð til Íslands. Og hvers konar gestrisni er það?“ skrifar Kristín.Íslendingar í hættu á að verða annars flokks borgarar Að mati Kristínar eru þó það ekki aðeins ferðamenn sem verða fyrir barðinu á tíðri enskunotkun íslendinga. Segir hún að ljóst sé að enskan sé að ryðja sér til rúms á kostnað íslenskunnar. Það hljóti að vera eðlileg krafa að Íslendingar fái þjónustu á íslensku á Íslandi. „Afleiðingin er sú að þeir Íslendingar sem ekki kunna þokkalega ensku — og þeir eru svo sannarlega enn til — eru allt í einu orðnir annars flokks þegnar sem ekki geta lengur fengið bestu mögulegu þjónustu í eigin landi,“ skrifar Kristín. Segir Kristín að ef stjórnvöld og almenningur séu ekki á tánum muni vígin falla eitt af öðru. Ótextaðar auglýsingar birtast í sjónvarpi. Þá sé það vond þróun að fyrirtæki séu farin að endurskíra sig á ensku og nefnir þar Flugfélag Íslands sem dæmi, sem nú heitir Air Iceland Connect.„Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. Þetta vita allir sem nokkurn tímann hafa þurft að svara spurningunni um það hvernig bera eigi fram Eyjafjallajökul.“ Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni Íslensk málnefnd heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu. 31. maí 2017 07:00 Að heilsa á íslensku Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. 31. maí 2017 09:52 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til. Þetta segir Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í gær. Ber hún saman upplifun sína á nýlegri ferð til Finnlands við stöðuna á Íslandi í dag. Í Finnlandi segir Kristín að hvar sem hún hafi komið hafi henni alltaf verið heilsað að finnskum sið. Það sé þó annað uppi á teningnum á Íslandi. „Á Íslandi er mér iðulega heilsað á ensku og þó tel ég mig vera þokkalega íslenska í útliti“, skrifar Kristín. „Ég hef jafnvel lent í því að halda uppi heilu samræðunum við íslenskan starfsmann bókabúðar þar sem ég talaði íslensku allan tímann en var alltaf svarað á ensku.“ Þessa upplifun segir Kristín að sé að verða æ algengari hér á landi og að slík þróun sé slæm af tveimur ástæðum.Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á AkureyriVísir/AðsendFerðamenn vilji kynnast tungunni Í fyrsta lagi sýni rannsóknir að ferðamenn, sem koma hingað í æ auknum mæli, vilji kynnast daglegu lífi heimamanna. Ferðamenn sæki auðvitað hingað til lands til þess að upplifa náttúruna en æ fleiri komi hingað til lands til þess að kynnast heimamönnum og þar sé tungumálið ekki undanskilið. Segir hún að í félagi við samstarfsmann sinn hafi hún framkvæmd örlitla könnun meðal ferðamanna hér á landi þar sem kom fram að „87% þeirra fannst mjög eða frekar mikilvægt að sér væri a.m.k. heilsað á íslensku og 96% töldu það mjög eða frekar mikilvægt að læra einhver orð í málinu á meðan á dvölinni stæði.“Sjá einnig: Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunniSigrún spyr hvort þessar niðurstöður séu ekki í samræmi við upplifun Íslendinga þegar þeir ferðist erlendis og læri að heilsa og þakka fyrir sig á því tungumáli sem er notað á þeim stöðum sem heimsóttir eru. „Það sama á við um flesta útlendinga sem koma til Íslands. Þeir vilja læra að heilsa, kveðja, þakka fyrir sig og skála. Það er hluti af þeirra upplifun að ganga inn í verslun og heyra góðan dag, ekki good morning,“ skrifar Kristín.Hér er allt auglýst á ensku á veitingastað í miðbænum.Vísir/HannaÍ könnunni hafi einnig komið fram að mun færri ferðamenn svarað því að þeim hefði oftast eða alltaf verið heilsað á íslensku og aðeins rúmur þriðjungur hafði á tilfinningunni að sér væri yfirleitt heilsað á ensku jafn oft og á íslensku. „En samkvæmt þessari forkönnun og fjölmörgum erlendum könnunum er í raun verið að snuða fólkið um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til þegar það keypti sér ferð til Íslands. Og hvers konar gestrisni er það?“ skrifar Kristín.Íslendingar í hættu á að verða annars flokks borgarar Að mati Kristínar eru þó það ekki aðeins ferðamenn sem verða fyrir barðinu á tíðri enskunotkun íslendinga. Segir hún að ljóst sé að enskan sé að ryðja sér til rúms á kostnað íslenskunnar. Það hljóti að vera eðlileg krafa að Íslendingar fái þjónustu á íslensku á Íslandi. „Afleiðingin er sú að þeir Íslendingar sem ekki kunna þokkalega ensku — og þeir eru svo sannarlega enn til — eru allt í einu orðnir annars flokks þegnar sem ekki geta lengur fengið bestu mögulegu þjónustu í eigin landi,“ skrifar Kristín. Segir Kristín að ef stjórnvöld og almenningur séu ekki á tánum muni vígin falla eitt af öðru. Ótextaðar auglýsingar birtast í sjónvarpi. Þá sé það vond þróun að fyrirtæki séu farin að endurskíra sig á ensku og nefnir þar Flugfélag Íslands sem dæmi, sem nú heitir Air Iceland Connect.„Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. Þetta vita allir sem nokkurn tímann hafa þurft að svara spurningunni um það hvernig bera eigi fram Eyjafjallajökul.“
Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni Íslensk málnefnd heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu. 31. maí 2017 07:00 Að heilsa á íslensku Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. 31. maí 2017 09:52 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36
Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni Íslensk málnefnd heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu. 31. maí 2017 07:00
Að heilsa á íslensku Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. 31. maí 2017 09:52