Fótbolti

Heimsmeistararnir fara vel af stað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þjóðverjar fögnuðu þremur mörkum í dag.
Þjóðverjar fögnuðu þremur mörkum í dag. vísir/epa
Heimsmeistarar Þýskalands báru sigurorð af Ástralíu, 2-3, í fyrsta leik sínum í Álfukeppninni í Rússlandi í dag.

Þýskaland og Síle eru með þrjú stig í B-riðli en Ástralía og Kamerún eru án stiga.

Þjóðverjar tefla fram frekar reynslulitlu liði í Álfukeppninni í ár en margir lykilmenn fengu frí. Þeirra á meðal voru Mesut Özil, Manuel Neuer, Thomas Müller og Toni Kroos.

Lars Stindl, fyrirliði Borussia Mönchengladbach, kom Þjóðverjum yfir strax á 5. mínútu með sínu fyrsta landsliðsmarki.

Tom Rogic jafnaði metin á 41. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar kom Julian Braxler Þjóðverjum aftur yfir með marki úr vítaspyrnu.

Eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Leon Goretzka heimsmeisturunum í 1-3.

Tomi Juric minnkaði muninn í 2-3 á 56. mínútu en nær komust Ástralar ekki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×