Fjögurra er saknað í þorpinu Nuugaatsiaq eftir að flóðbylgja og sjávarflóð fylgdu jarðskjálfta sem reið yfir seint í gærkvöldi. Skjálftinn var fjórir að stærð.
Lögreglan á Grænlandi segir að ellefu húsum hafi skolað á haf út. Íbúar í þorpinu hafa verið fluttir burt.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag grænlenskum stjórnvöldum aðstoð vegna flóðbylgjunnar. Sagði hann hug íslensku þjóðarinnar með Grænlendingum.