Vanþakklátir Reykvíkingar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 17. júní 2017 07:00 Reykjavíkurborg hefur verið illa stjórnað á undanförnum árum. Fjármál borgarinnar í lamasessi, áherslur í húsnæðismálum hafa valdið efnahagslegu tjóni á landsvísu, holur og umferðartafir einkenna samgöngustefnuna og leik- og grunnskólar hafa mátt þola niðurskurð. Læt ég síðan liggja á milli hluta ýmis minni mál eins og slátt á grasi, þrif og annað sem snertir umgengni hér í borginni. Og þetta er ekki bara skoðun mín. Þar til fyrir skemmstu tók Reykjavíkurborg þátt í þjónustukönnun Gallup. Þegar borin voru saman svör íbúa nítján stærstu sveitarfélaganna kom í ljós að íbúar Reykjavíkur voru óánægðastir allra. Dagur og félagar ákváðu að við svo búið mætti ekki standa og bættu þjón… nei, náði ykkur. Þeir bættu ekki þjónustuna heldur drógu Reykjavík bara út úr könnuninni með þeim orðum Dags að „Reykjavíkingar væru kröfuharðari en íbúar annarra sveitafélaga“. Sem sagt vanþakklátt lið sem ekki kann gott að meta. Halldór Halldórsson sagði um daginn að íbúar Reykjavíkur vissu sennilega ekki alveg hverjir væru í borgarstjórn. Það er meira í þessu hjá Halldóri en virðist við fyrstu sýn. Nú er komið í ljós, skv. frétt RÚV, að lögregluyfirvöld höfðu samband við formann borgarráðs og tilkynntu um aukinn viðbúnað lögreglu. Formaðurinn virðist ekki hafa vitað hver væri forseti borgarstjórnar og því kom hann ekki skilaboðunum áleiðis, en borgarstjórnarforsetinn hafði uppi stóryrði um að enginn hefði látið borgaryfirvöld vita. Framvegis verða þær stofnanir ríkisins sem hyggjast hafa samband við borgina því að senda póst á allir@hvereríborgarstjórn.is og taka tillit til þessa allsherjar athyglisbrests sem einkennir stjórnsýslu borgarinnar þessa dagana. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun
Reykjavíkurborg hefur verið illa stjórnað á undanförnum árum. Fjármál borgarinnar í lamasessi, áherslur í húsnæðismálum hafa valdið efnahagslegu tjóni á landsvísu, holur og umferðartafir einkenna samgöngustefnuna og leik- og grunnskólar hafa mátt þola niðurskurð. Læt ég síðan liggja á milli hluta ýmis minni mál eins og slátt á grasi, þrif og annað sem snertir umgengni hér í borginni. Og þetta er ekki bara skoðun mín. Þar til fyrir skemmstu tók Reykjavíkurborg þátt í þjónustukönnun Gallup. Þegar borin voru saman svör íbúa nítján stærstu sveitarfélaganna kom í ljós að íbúar Reykjavíkur voru óánægðastir allra. Dagur og félagar ákváðu að við svo búið mætti ekki standa og bættu þjón… nei, náði ykkur. Þeir bættu ekki þjónustuna heldur drógu Reykjavík bara út úr könnuninni með þeim orðum Dags að „Reykjavíkingar væru kröfuharðari en íbúar annarra sveitafélaga“. Sem sagt vanþakklátt lið sem ekki kann gott að meta. Halldór Halldórsson sagði um daginn að íbúar Reykjavíkur vissu sennilega ekki alveg hverjir væru í borgarstjórn. Það er meira í þessu hjá Halldóri en virðist við fyrstu sýn. Nú er komið í ljós, skv. frétt RÚV, að lögregluyfirvöld höfðu samband við formann borgarráðs og tilkynntu um aukinn viðbúnað lögreglu. Formaðurinn virðist ekki hafa vitað hver væri forseti borgarstjórnar og því kom hann ekki skilaboðunum áleiðis, en borgarstjórnarforsetinn hafði uppi stóryrði um að enginn hefði látið borgaryfirvöld vita. Framvegis verða þær stofnanir ríkisins sem hyggjast hafa samband við borgina því að senda póst á allir@hvereríborgarstjórn.is og taka tillit til þessa allsherjar athyglisbrests sem einkennir stjórnsýslu borgarinnar þessa dagana. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun