Lítið skýrðist á fundinum í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júní 2017 12:47 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að spurningar sitja enn eftir um ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera vopn sýnilega við fjöldasamkomu í höfuðborginni í sumar. Hann sat fund með ríkislögreglustjóri hjá allsherjar og menntamálanefnd alþingis nú fyrir hádegið Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjar- og menntamálanefndar klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skyldu bera skotvopn sýnilega á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu tilefni. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða. Það má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Dagur B. og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins í morgun en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrirfram af ákvörðun. Dagur segir að málin hafi ekki lítið skýrst á fundinum í morgun. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstiki að við þurfum að bæta samráð og ferlanna,“ segir Dagur B. Hann telur breiða samstöðu um það að Ísland sé vopnlaust land og yfirbragð löggæslu eigi að vera sýnileg, hún sé almenn og óvopnuð. Hitt eigi að telja til algjörra undantekninga og fyrir því þurfi sérstök rök. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00 Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að spurningar sitja enn eftir um ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera vopn sýnilega við fjöldasamkomu í höfuðborginni í sumar. Hann sat fund með ríkislögreglustjóri hjá allsherjar og menntamálanefnd alþingis nú fyrir hádegið Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjar- og menntamálanefndar klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skyldu bera skotvopn sýnilega á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu tilefni. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða. Það má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Dagur B. og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins í morgun en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrirfram af ákvörðun. Dagur segir að málin hafi ekki lítið skýrst á fundinum í morgun. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstiki að við þurfum að bæta samráð og ferlanna,“ segir Dagur B. Hann telur breiða samstöðu um það að Ísland sé vopnlaust land og yfirbragð löggæslu eigi að vera sýnileg, hún sé almenn og óvopnuð. Hitt eigi að telja til algjörra undantekninga og fyrir því þurfi sérstök rök. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00 Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00
Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00
Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00