Yoko Ono gerð að meðhöfundi lagsins Imagine Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:45 Yoko Ono og John Lennon. Vísir/getty Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira