Dísilbílabann í heimaborg BMW? Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2017 09:53 Mengun í Munchen. Borgaryfirvöld í Munchen, sem er heimaborg bílaframleiðandans BMW íhugar nú að setja á dísilbílabann vegna gríðarlegrar NOx-mengunar sem þar mælist. Nýjustu mælingar þar hafa sjokkerað yfirvöld og í viðleitni sinni til að vernda íbúa borgarinnar eiga þau fáa kosti aðra en að takmarka umferð dísilbíla um borgina bæversku. „Enginn átti von á þessum niðurstöðum síðustu mælinga og þær eru sannarlega sjokkerandi“, er haft eftir borgarstjóra Munchen. Nágrannaborgin Stuttgart, heimaborg Mercedes Benz og Porsche, sem framleiða eins og BMW mikið magn dísilbíla, hefur þegar uppi áætlanir til að takmarka umferð dísilbíla strax á næsta ári. Á milli 133.000 og 170.000 dísilbílaeigendur í Munchen gætu því þurft að sæta bönnum á akstri í borginni á næstunni. Ekki er enn ljóst í hverju dísilbílabann í Munchen yrði fólgið, en þó er ljóst að þeir dísilbílar sem uppfylla Euro 6 staðalinn yrðu ekki fyrir akstursbönnum. Fyrir dísilvélaskandal Volkswagen voru um helmingur seldra nýrra bíla í Þýskalandi með dísilvélum, en það hlutfall hefur lækkað nokkuð síðan. Mikil áhersla hefur verið á undanförnum árum hjá þýsku bílaframleiðendunum í framleiðslu dísilbíla og er það vegna lágrar eyðslu þeirra og lítillar CO2 mengunar. Fyrir þann tíma var lítill gaumur gefinn að miklu hættulegri Nox mengun dísilbíla og einblínt á CO2 mengun, sem er í raun er ekki eiginleg mengun þar sem CO2 er náttúrulegt efni sem til dæmis maðurinn andar frá sér og og tré og annar gróður nýtir sér til ljóstillífunar. Svo virðist sem heimurinn hafi vaknað hvað varðar stórhættulega mengun dísilbíla umfram bensínbíla eftir dísilvélasvindl Volkswagen og í því ljósi er ljóst að þýsku bílaframleiðendurnir verða á mjög skömmum tíma að breyta framleiðslu sinni frá dísilbílum til umhverfisvænni bíla í formi rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og bensínbíla. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Borgaryfirvöld í Munchen, sem er heimaborg bílaframleiðandans BMW íhugar nú að setja á dísilbílabann vegna gríðarlegrar NOx-mengunar sem þar mælist. Nýjustu mælingar þar hafa sjokkerað yfirvöld og í viðleitni sinni til að vernda íbúa borgarinnar eiga þau fáa kosti aðra en að takmarka umferð dísilbíla um borgina bæversku. „Enginn átti von á þessum niðurstöðum síðustu mælinga og þær eru sannarlega sjokkerandi“, er haft eftir borgarstjóra Munchen. Nágrannaborgin Stuttgart, heimaborg Mercedes Benz og Porsche, sem framleiða eins og BMW mikið magn dísilbíla, hefur þegar uppi áætlanir til að takmarka umferð dísilbíla strax á næsta ári. Á milli 133.000 og 170.000 dísilbílaeigendur í Munchen gætu því þurft að sæta bönnum á akstri í borginni á næstunni. Ekki er enn ljóst í hverju dísilbílabann í Munchen yrði fólgið, en þó er ljóst að þeir dísilbílar sem uppfylla Euro 6 staðalinn yrðu ekki fyrir akstursbönnum. Fyrir dísilvélaskandal Volkswagen voru um helmingur seldra nýrra bíla í Þýskalandi með dísilvélum, en það hlutfall hefur lækkað nokkuð síðan. Mikil áhersla hefur verið á undanförnum árum hjá þýsku bílaframleiðendunum í framleiðslu dísilbíla og er það vegna lágrar eyðslu þeirra og lítillar CO2 mengunar. Fyrir þann tíma var lítill gaumur gefinn að miklu hættulegri Nox mengun dísilbíla og einblínt á CO2 mengun, sem er í raun er ekki eiginleg mengun þar sem CO2 er náttúrulegt efni sem til dæmis maðurinn andar frá sér og og tré og annar gróður nýtir sér til ljóstillífunar. Svo virðist sem heimurinn hafi vaknað hvað varðar stórhættulega mengun dísilbíla umfram bensínbíla eftir dísilvélasvindl Volkswagen og í því ljósi er ljóst að þýsku bílaframleiðendurnir verða á mjög skömmum tíma að breyta framleiðslu sinni frá dísilbílum til umhverfisvænni bíla í formi rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og bensínbíla.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent