Segir formlegan aðskilnað banka óþarfan Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Jón Daníelsson, hagfræðingur við LSE, ræddi meðal annars íslensk efnahagsmál á fundi í hádeginu í gær. Hann sagði Íslendinga í öfundsverðri stöðu, en varaði við að hún gæti breyst hratt til hins verra. Vísir/Ernir Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, gagnrýndi harðlega hugmyndir um að skilja að starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka á fundi á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands í gær. Hann sagði hugmyndir í þá veru vondar og illa ígrundaðar. Bankar yrðu ekki gjaldþrota vegna eigin viðskipta með hlutabréf, heldur vegna starfsemi sem ætti heima í viðskiptabönkum. Formlegur aðskilnaður myndi aðeins auka kostnað við bankaþjónustu. Eins og kunnugt er afhenti starfshópur sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrslu sína í fyrradag. Í skýrslunni eru þrjár leiðir skoðaðar en ein þeirra snýr að því að aðskilja með formlegum hætti starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Starfshópurinn tók þó fram að ekki væri tilefni til þess að ganga svo langt að svo stöddu. Fremur væri hægt að heimila áfram fjárfestingarbankastarfsemi innan alhliða banka, að því gefnu að hún yrði innan skilgreindra hlutfalla og að áhættu sem af henni stafar yrði mætt með fullnægjandi hætti. Benedikt hyggst skipa nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslu starfshópsins og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Jón sagði á fundinum í gær að hugtökin fjárfestingarbanki og viðskiptabanki væru misvísandi. Fólk virtist beinlínis nota þau ranglega í umræðunni. Ljóst væri að margir viðskiptabankar stunduðu áhættusama spákaupmennsku og það sama ætti við um suma fjárfestingarbanka. Í Bandaríkjunum og Evrópu væri línan oft dregin við svonefnda stöðutöku, það hvort bankar gætu keypt hlutabréf fyrir eigin reikning eða ekki. „En það hefur ekkert með viðskiptabanka eða fjárfestingarbanka að gera. Það er bara spurning um hvað bankar geti gert innan marka reglnanna,“ sagði hann. Hann sagði alls kyns vandamál fylgja því að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. „Fyrsta vandamálið er: Hvernig veit maður hvað bankar mega gera og hvað þeir mega ekki gera? Hvað á heima í viðskiptabönkum og hvað á heima í fjárfestingarbönkum? Stóran hluta eðlilegrar bankastarfsemi, þar með talið starfsemi sem er tiltölulega arðbær, má skilgreina báðum megin línunnar. Ef þú þrengir skilgreininguna á viðskiptabanka of mikið verða bankarnir of dýrir. Fólk sem setur pening inn í þá fær lága vexti og fólk sem tekur lán hjá þeim þarf að borga háa vexti. Þessi aukakostnaður leiðir á endanum til þess að hagvöxtur verður minni en hann hefði annars verið,“ sagði Jón. „Við vitum af hverju bankar verða gjaldþrota. Bankar verða ekki gjaldþrota út af stöðutöku. Þegar fólk talar um að það þurfi að banna stöðutöku til þess að tryggja stöðugleika, þá er það sagnfræðilega rangt. Bankar verða með nokkurri einföldun gjaldþrota af þremur ástæðum: Fasteignum, lánum til lítilla fyrirtækja og lánum til ríkisstjórna. Öll þessi atriði eru á sviði viðskiptabanka á meðan fjárfestingarbankastarfsemin skapar mikið af hagnaðinum án þess að auka líkur á gjaldþroti.“Segir myntráð ekki góða hugmyndJón Daníelsson gagnrýndi einnig hugmyndir um upptöku myntráðs, sem felur í sér að gengi krónunnar yrði fest við annan gjaldmiðil. Hann sagði að samkvæmt víðustu skilgreiningu Seðlabankans á peningamagni, M4, væru 1.737 milljarðar króna í umferð hér á landi. Ef krónan yrði tengd við annan gjaldmiðil þyrfti Seðlabankinn að eiga varasjóð sem nemur allri þessari fjárhæð í erlenda gjaldmiðlinum. Einnig þyrfti hann að vera reiðbúinn til þess að bæta í sjóðinn ef peningamagnið ykist. „Kerfið virkar ágætlega þegar allt gengur vel en þegar í harðbakkann slær getur kerfið orðið einstaklega dýrt og erfitt að halda því gangandi,“ sagði hann. Argentínubúar hefðu fengið að kynnast því í byrjun aldarinnar. Auk þess yrði álitamál á hvaða gengi ætti að skipta íslenskum krónum út fyrir erlendu myntina. „Vandamálið er að styrkleiki dollarans eða evrunnar ræðst af efnahagslífinu í Bandaríkjunum og Evrópu. Ef þú tengir þig við eitthvað land með annan efnahag en hjá þér, þá verður gengið annaðhvort of veikt eða of sterkt. Grikkland er fórnarlamb þess í Evrópu. Þeir eru með of sterkt gengi fyrir sig á meðan Þýskaland er með of veikt gengi fyrir sig. Mismunandi lönd þurfa mismunandi gengi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, gagnrýndi harðlega hugmyndir um að skilja að starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka á fundi á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands í gær. Hann sagði hugmyndir í þá veru vondar og illa ígrundaðar. Bankar yrðu ekki gjaldþrota vegna eigin viðskipta með hlutabréf, heldur vegna starfsemi sem ætti heima í viðskiptabönkum. Formlegur aðskilnaður myndi aðeins auka kostnað við bankaþjónustu. Eins og kunnugt er afhenti starfshópur sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrslu sína í fyrradag. Í skýrslunni eru þrjár leiðir skoðaðar en ein þeirra snýr að því að aðskilja með formlegum hætti starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Starfshópurinn tók þó fram að ekki væri tilefni til þess að ganga svo langt að svo stöddu. Fremur væri hægt að heimila áfram fjárfestingarbankastarfsemi innan alhliða banka, að því gefnu að hún yrði innan skilgreindra hlutfalla og að áhættu sem af henni stafar yrði mætt með fullnægjandi hætti. Benedikt hyggst skipa nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslu starfshópsins og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Jón sagði á fundinum í gær að hugtökin fjárfestingarbanki og viðskiptabanki væru misvísandi. Fólk virtist beinlínis nota þau ranglega í umræðunni. Ljóst væri að margir viðskiptabankar stunduðu áhættusama spákaupmennsku og það sama ætti við um suma fjárfestingarbanka. Í Bandaríkjunum og Evrópu væri línan oft dregin við svonefnda stöðutöku, það hvort bankar gætu keypt hlutabréf fyrir eigin reikning eða ekki. „En það hefur ekkert með viðskiptabanka eða fjárfestingarbanka að gera. Það er bara spurning um hvað bankar geti gert innan marka reglnanna,“ sagði hann. Hann sagði alls kyns vandamál fylgja því að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. „Fyrsta vandamálið er: Hvernig veit maður hvað bankar mega gera og hvað þeir mega ekki gera? Hvað á heima í viðskiptabönkum og hvað á heima í fjárfestingarbönkum? Stóran hluta eðlilegrar bankastarfsemi, þar með talið starfsemi sem er tiltölulega arðbær, má skilgreina báðum megin línunnar. Ef þú þrengir skilgreininguna á viðskiptabanka of mikið verða bankarnir of dýrir. Fólk sem setur pening inn í þá fær lága vexti og fólk sem tekur lán hjá þeim þarf að borga háa vexti. Þessi aukakostnaður leiðir á endanum til þess að hagvöxtur verður minni en hann hefði annars verið,“ sagði Jón. „Við vitum af hverju bankar verða gjaldþrota. Bankar verða ekki gjaldþrota út af stöðutöku. Þegar fólk talar um að það þurfi að banna stöðutöku til þess að tryggja stöðugleika, þá er það sagnfræðilega rangt. Bankar verða með nokkurri einföldun gjaldþrota af þremur ástæðum: Fasteignum, lánum til lítilla fyrirtækja og lánum til ríkisstjórna. Öll þessi atriði eru á sviði viðskiptabanka á meðan fjárfestingarbankastarfsemin skapar mikið af hagnaðinum án þess að auka líkur á gjaldþroti.“Segir myntráð ekki góða hugmyndJón Daníelsson gagnrýndi einnig hugmyndir um upptöku myntráðs, sem felur í sér að gengi krónunnar yrði fest við annan gjaldmiðil. Hann sagði að samkvæmt víðustu skilgreiningu Seðlabankans á peningamagni, M4, væru 1.737 milljarðar króna í umferð hér á landi. Ef krónan yrði tengd við annan gjaldmiðil þyrfti Seðlabankinn að eiga varasjóð sem nemur allri þessari fjárhæð í erlenda gjaldmiðlinum. Einnig þyrfti hann að vera reiðbúinn til þess að bæta í sjóðinn ef peningamagnið ykist. „Kerfið virkar ágætlega þegar allt gengur vel en þegar í harðbakkann slær getur kerfið orðið einstaklega dýrt og erfitt að halda því gangandi,“ sagði hann. Argentínubúar hefðu fengið að kynnast því í byrjun aldarinnar. Auk þess yrði álitamál á hvaða gengi ætti að skipta íslenskum krónum út fyrir erlendu myntina. „Vandamálið er að styrkleiki dollarans eða evrunnar ræðst af efnahagslífinu í Bandaríkjunum og Evrópu. Ef þú tengir þig við eitthvað land með annan efnahag en hjá þér, þá verður gengið annaðhvort of veikt eða of sterkt. Grikkland er fórnarlamb þess í Evrópu. Þeir eru með of sterkt gengi fyrir sig á meðan Þýskaland er með of veikt gengi fyrir sig. Mismunandi lönd þurfa mismunandi gengi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira