Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2017 17:00 Ekki er enn vitað hvort sérsveitin muni aðstoða við löggæslu á Þjóðhátíð í ár, og þá ekki heldur hvort þeir muni bera sýnileg skotvopn utan á sér. vísir/vilhelm Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í viðtali við Stöð 2 í gær að skoðun stæði yfir á því hvort þörf væri á vopnuðum sérsveitarmönnum um verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum. Hann sagði lögreglustjórann í Vestmannaeyjum ítrekað hafa óskað eftir aðkomu sérsveitarmanna þar. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir sérsveitina þó ekki hafa komist á Þjóðhátíð undanfarin 3-4 ár þrátt fyrir beiðnir lögreglu í Vestmannaeyjum. „Það er ekkert nýtt að sérsveitin hefur verið hér á Þjóðhátíð. Hún hefur hins vegar ekki verið hér síðustu 3 eða 4 ár, þá hafa þeir ekki getað sent okkur menn,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. „Við höfum alltaf óskað eftir því og talið fulla þörf á því að hér séu sérsveitarmenn. Eins og ríkislögreglustjóri benti sjálfur á þá skipta mínútur máli og þá er betra að hafa menn á staðnum ef slík mál koma upp. Það þurfa ekki endilega að vera skotvopnamál sem þeir bregðast við en þetta geta líka verið hnífamál eða annað slíkt.“Eiga að auka öryggi gesta með eins öflugum búnaði og völ er áJóhannes segir sérsveitarmennina, sem staðið hafa vaktina í Vestmannaeyjum á Þjóðhátið, aðallega hafa verið þar við almenn löggæslustörf og ekki á grundvelli hryðjuverkaógnar. Hann segir að yfirleitt hafi verið sendir 2-4 sérsveitarmenn hverju sinni ásamt einum vopnbúnum sérsveitarbíl. Aðspurður hvort þeir hafi borið skotvopn utan á sér við eftirlit í Herjólfsdal segir Jóhannes ekki vita til þess. „Sérsveitarmenn eru náttúrulega með þann búnað að þeir eru með vopn nálægt sér þannig að það er ekkert nýtt. En þeir hafa kannski ekki endilega borið þau á sér við dagleg eftirlitsstörf.“ Þá leggur Jóhannes áherslu á að sérsveitin eigi þannig að auka öryggi gesta hátíðarinnar með eins öflugum búnaði og völ er á.Hafa þurft á sérhæfingu sérsveitar að halda á ÞjóðhátíðJóhannes segir sérsveitarmennina oft hafa sinnt útköllum um verslunarmannahelgi með almennri lögreglu á staðnum. „Ég get alveg staðfest að þeir hafi þurft að koma með almennri löggæslu í verkefni, þar sem við erum ekki vissir um hvort einstaklingar séu sjálfir með vopn, og þeir eru náttúrulega sérhæfðir til að grípa inn í þessi verkefni þar sem fólk er með vopn. Þeir hafa þekkingu og þjálfun til þess.“ Vopnaðir sérsveitarmenn vöktu mikla athygli í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi þegar fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri sagði þar um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaárása í London en þessi ákvörðun hefur sætt mikilli gagnrýni. Hann sagði enn fremur að búast megi við sérsveitarmönnum á sambærilegum uppákomum, þar á meðal á Þjóðhátíð í Eyjum. Í samtali við Vísi í dag hafði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, þó ekki fengið staðfest hvort sérsveitarmenn muni sinna gæslu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina í ár og þá ekki heldur hvort þeir myndu bera sýnileg skotvopn utan á sér. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Lögreglan verður með aukinn viðbúnað á fjölmennum samkomum í sumar vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Vopnaðir lögreglumenn voru meðal annars á ferli á sjómannadaginn og verða aftur á Secret Solstice og 17. júní. 14. júní 2017 06:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í viðtali við Stöð 2 í gær að skoðun stæði yfir á því hvort þörf væri á vopnuðum sérsveitarmönnum um verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum. Hann sagði lögreglustjórann í Vestmannaeyjum ítrekað hafa óskað eftir aðkomu sérsveitarmanna þar. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir sérsveitina þó ekki hafa komist á Þjóðhátíð undanfarin 3-4 ár þrátt fyrir beiðnir lögreglu í Vestmannaeyjum. „Það er ekkert nýtt að sérsveitin hefur verið hér á Þjóðhátíð. Hún hefur hins vegar ekki verið hér síðustu 3 eða 4 ár, þá hafa þeir ekki getað sent okkur menn,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. „Við höfum alltaf óskað eftir því og talið fulla þörf á því að hér séu sérsveitarmenn. Eins og ríkislögreglustjóri benti sjálfur á þá skipta mínútur máli og þá er betra að hafa menn á staðnum ef slík mál koma upp. Það þurfa ekki endilega að vera skotvopnamál sem þeir bregðast við en þetta geta líka verið hnífamál eða annað slíkt.“Eiga að auka öryggi gesta með eins öflugum búnaði og völ er áJóhannes segir sérsveitarmennina, sem staðið hafa vaktina í Vestmannaeyjum á Þjóðhátið, aðallega hafa verið þar við almenn löggæslustörf og ekki á grundvelli hryðjuverkaógnar. Hann segir að yfirleitt hafi verið sendir 2-4 sérsveitarmenn hverju sinni ásamt einum vopnbúnum sérsveitarbíl. Aðspurður hvort þeir hafi borið skotvopn utan á sér við eftirlit í Herjólfsdal segir Jóhannes ekki vita til þess. „Sérsveitarmenn eru náttúrulega með þann búnað að þeir eru með vopn nálægt sér þannig að það er ekkert nýtt. En þeir hafa kannski ekki endilega borið þau á sér við dagleg eftirlitsstörf.“ Þá leggur Jóhannes áherslu á að sérsveitin eigi þannig að auka öryggi gesta hátíðarinnar með eins öflugum búnaði og völ er á.Hafa þurft á sérhæfingu sérsveitar að halda á ÞjóðhátíðJóhannes segir sérsveitarmennina oft hafa sinnt útköllum um verslunarmannahelgi með almennri lögreglu á staðnum. „Ég get alveg staðfest að þeir hafi þurft að koma með almennri löggæslu í verkefni, þar sem við erum ekki vissir um hvort einstaklingar séu sjálfir með vopn, og þeir eru náttúrulega sérhæfðir til að grípa inn í þessi verkefni þar sem fólk er með vopn. Þeir hafa þekkingu og þjálfun til þess.“ Vopnaðir sérsveitarmenn vöktu mikla athygli í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi þegar fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri sagði þar um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaárása í London en þessi ákvörðun hefur sætt mikilli gagnrýni. Hann sagði enn fremur að búast megi við sérsveitarmönnum á sambærilegum uppákomum, þar á meðal á Þjóðhátíð í Eyjum. Í samtali við Vísi í dag hafði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, þó ekki fengið staðfest hvort sérsveitarmenn muni sinna gæslu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina í ár og þá ekki heldur hvort þeir myndu bera sýnileg skotvopn utan á sér.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Lögreglan verður með aukinn viðbúnað á fjölmennum samkomum í sumar vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Vopnaðir lögreglumenn voru meðal annars á ferli á sjómannadaginn og verða aftur á Secret Solstice og 17. júní. 14. júní 2017 06:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Lögreglan verður með aukinn viðbúnað á fjölmennum samkomum í sumar vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Vopnaðir lögreglumenn voru meðal annars á ferli á sjómannadaginn og verða aftur á Secret Solstice og 17. júní. 14. júní 2017 06:00
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30
Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00