Blindur írakskur flóttamaður vinnur sigur vegna örorkubóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 09:30 Tryggingastofnun vildi gera greinarmun á hverjir teldust vera flóttamenn. Vísir/Pjetur Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla. Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00
Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56