Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Skotvopn lögreglunnar verða sýnilegri í sumar en við höfum átt að venjast hingað til. vísir/eyþór Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira