Það er þess virði að elska Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 14. júní 2017 07:00 Einskis, einskis þarfnastu þegar lófi þess sem þú elskar lýkst um þinn lófa. (Nína Björk Árnadóttir). Ekkert nærir okkur í lífinu eins og það að eiga ástvini og vera bundin ástvinaböndum. Í góðu hjónabandi verða þræðirnir oft svo djúpir og þéttir að fólk upplifir sig sem eitt. Ég hitti konu um daginn sem hafði nýlega misst eiginmann sinn. Þau höfðu byrjað saman á unglingsárunum og átt rúmlega 40 ára samleið þegar hann féll frá. Hún sagði við mig: „Stundum líður mér eins og ungabarni. Líkt og ég sé nýlega fædd og þurfi að læra allt upp á nýtt. Ég man varla eftir mér einni og nú þarf ég að hugsa allt lífið að nýju án hans.“ Mér þótti þetta afar djúp og einlæg lýsing. Margir sem missa makann sinn þurfa að rifja sjálfa sig upp sem einstaklinga; Hvernig gerði ég hlutina áður en við rugluðum saman reytum? Það er stundum svo sárt að vera manneskja. En ég minni sjálfa mig og þau sem ég ræði við í sorg oft á orð Sigurðar Nordal heimspekings sem sagði eitt sinn: „Sá sem vildi losna við alla sorg og söknuð, yrði að kaupa það því dýra verði að elska ekkert í heiminum.“ Ekkert okkar vildi vera án ástar og við vitum að allt sem við elskum í raun og veru er óbætanlegt og allt sem við gætum hugsað okkur að væri bætanlegt höfum við aldrei elskað í raun og sann. Sumum finnst fáránlegt þegar sagt er að ástin sigri allt. Þó vitum við þegar við hefjum ástartengsl, hvort sem það er með maka eða við það að eignast börn, að engin tengsl vara að eilífu í þessum heimi. En við tökum samt sjensinn! Sem sýnir okkur einmitt að ástin sigrar allt. Og ég trúi því að ástin sé það eina sem við tökum með okkur áfram inn í eilífðina. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Einskis, einskis þarfnastu þegar lófi þess sem þú elskar lýkst um þinn lófa. (Nína Björk Árnadóttir). Ekkert nærir okkur í lífinu eins og það að eiga ástvini og vera bundin ástvinaböndum. Í góðu hjónabandi verða þræðirnir oft svo djúpir og þéttir að fólk upplifir sig sem eitt. Ég hitti konu um daginn sem hafði nýlega misst eiginmann sinn. Þau höfðu byrjað saman á unglingsárunum og átt rúmlega 40 ára samleið þegar hann féll frá. Hún sagði við mig: „Stundum líður mér eins og ungabarni. Líkt og ég sé nýlega fædd og þurfi að læra allt upp á nýtt. Ég man varla eftir mér einni og nú þarf ég að hugsa allt lífið að nýju án hans.“ Mér þótti þetta afar djúp og einlæg lýsing. Margir sem missa makann sinn þurfa að rifja sjálfa sig upp sem einstaklinga; Hvernig gerði ég hlutina áður en við rugluðum saman reytum? Það er stundum svo sárt að vera manneskja. En ég minni sjálfa mig og þau sem ég ræði við í sorg oft á orð Sigurðar Nordal heimspekings sem sagði eitt sinn: „Sá sem vildi losna við alla sorg og söknuð, yrði að kaupa það því dýra verði að elska ekkert í heiminum.“ Ekkert okkar vildi vera án ástar og við vitum að allt sem við elskum í raun og veru er óbætanlegt og allt sem við gætum hugsað okkur að væri bætanlegt höfum við aldrei elskað í raun og sann. Sumum finnst fáránlegt þegar sagt er að ástin sigri allt. Þó vitum við þegar við hefjum ástartengsl, hvort sem það er með maka eða við það að eignast börn, að engin tengsl vara að eilífu í þessum heimi. En við tökum samt sjensinn! Sem sýnir okkur einmitt að ástin sigrar allt. Og ég trúi því að ástin sé það eina sem við tökum með okkur áfram inn í eilífðina. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun