Hópbílar fá glæsilega rútu Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 15:42 Hin nýja rúta Hópbíla er með 69 sætum. Hópbílar fengu á dögunum afhenda glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra S 519 HD. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju EvoBus í Ulm í Þýskalandi og er 15 metra langur og búinn 69 farþegasætum. Í bílnum er m.a. ísskápur, USB tengi við hvert sæti og öflug loftkæling. Sætin eru einstaklega þægileg og öll búin öryggisbeltum. Vinnuaðstaða bílstjóra er mjög góð og mikið lagt upp úr þægindum við akstur og öryggi ökumanns. Við hönnun þessara bíla leggja Setra verksmiðjunnar mikla áherslu á öryggi farþega og hagkvæmni í rekstri. S 519 HD bílinn þykir einstaklega vel heppnaður hvað það snertir og er rekstrarkostnaður þessa bíls talinn vera lítið hærri en á minni bílum, sem rúma 50-58 farþega að jafnaði. Vél bílsins er rúm 400 hp Euro 6 og einstaklega hljóðlát og hagkvæm í rekstri. Þetta er mjög glæsileg og fullkomin hópferðabifreið og mun sóma sér vel í bílaflota Hópbíla," segir Sigurður Einar Steinsson, sölumaður hópbifreiða hjá atvinnubíladeild Mercedes-Benz hjá Bílaumboðinu Öskju. Askja er umboðsaðili EvoBus á Íslandi og segir Sigurður að fyrirtækið hafi náð góðum samningum við framleiðanda og geti því boðið bíl af þessu tagi á mjög góðu verði um þessar mundir. Hann segir að tveir bílar af þessari gerð séu væntanlegir nú í sumar og einn til viðbótar á haustdögum. ,,Núna á næstu dögum verður svo til sýnis og sölu nýr Mercedes-Benz Tourismo 49 sæta hópferðabíll. Þetta hafa verið mjög vinsælir bílar hér á landi síðastliðið ár. Til að bregðast við mikilli eftirspurn hefur Askja pantað þennan bíl og er hann því óseldur," segir Sigurður ennfremur. Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar um skólaakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og akstur fatlaðra á stór Reykjavíkursvæðinu undir nafni Aksturþjónustu Hópbíla. Hópbílar sjá einnig um utanbæjarakstur fyrir hönd Strætó BS og allan akstur fyrir starfsmenn Alcan. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
Hópbílar fengu á dögunum afhenda glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra S 519 HD. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju EvoBus í Ulm í Þýskalandi og er 15 metra langur og búinn 69 farþegasætum. Í bílnum er m.a. ísskápur, USB tengi við hvert sæti og öflug loftkæling. Sætin eru einstaklega þægileg og öll búin öryggisbeltum. Vinnuaðstaða bílstjóra er mjög góð og mikið lagt upp úr þægindum við akstur og öryggi ökumanns. Við hönnun þessara bíla leggja Setra verksmiðjunnar mikla áherslu á öryggi farþega og hagkvæmni í rekstri. S 519 HD bílinn þykir einstaklega vel heppnaður hvað það snertir og er rekstrarkostnaður þessa bíls talinn vera lítið hærri en á minni bílum, sem rúma 50-58 farþega að jafnaði. Vél bílsins er rúm 400 hp Euro 6 og einstaklega hljóðlát og hagkvæm í rekstri. Þetta er mjög glæsileg og fullkomin hópferðabifreið og mun sóma sér vel í bílaflota Hópbíla," segir Sigurður Einar Steinsson, sölumaður hópbifreiða hjá atvinnubíladeild Mercedes-Benz hjá Bílaumboðinu Öskju. Askja er umboðsaðili EvoBus á Íslandi og segir Sigurður að fyrirtækið hafi náð góðum samningum við framleiðanda og geti því boðið bíl af þessu tagi á mjög góðu verði um þessar mundir. Hann segir að tveir bílar af þessari gerð séu væntanlegir nú í sumar og einn til viðbótar á haustdögum. ,,Núna á næstu dögum verður svo til sýnis og sölu nýr Mercedes-Benz Tourismo 49 sæta hópferðabíll. Þetta hafa verið mjög vinsælir bílar hér á landi síðastliðið ár. Til að bregðast við mikilli eftirspurn hefur Askja pantað þennan bíl og er hann því óseldur," segir Sigurður ennfremur. Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar um skólaakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og akstur fatlaðra á stór Reykjavíkursvæðinu undir nafni Aksturþjónustu Hópbíla. Hópbílar sjá einnig um utanbæjarakstur fyrir hönd Strætó BS og allan akstur fyrir starfsmenn Alcan.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent