Amazon selur Fiat bíla á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 12:28 Hægt er að kaupa Fiat bíla á netversluninni Amazon og brátt fleiri gerðir og það í fleiri löndum. Netverslunin Amazon er að hasla sér völl í sölu bíla og hefur þegar hafið söu Fiat bíla á Ítalíu. Amazon stefnir þó á frekari landvinninga og ætlar að selja bíla á vef sínum í fleiri löndum Evrópu. Í þessu augnamiði hefur Amazon stofnað sérstaka skrifstofu sem heldur utan um bílasölu fyrirtækisins og er hún staðsett í Luxemburg. Næst í röðinni er að selja bíla í Bretlandi. Hvort meiningin er að selja aðeins nýja bíla, eða notaða að auki er ekki ljóst. Amazon hefur að undanförnu ráðið marga sérfræðinga með mikla þekkingu á bílasölu og ætlar sér greinilega stóra hluti á bílasölumarkaði. Engar yfirlýsingar um bílasölu á vegum Amazon hafa enn borist frá fyrirtækinu og svo virðist sem Amazon virði fara lágt með þessa nýju starfsemi sína. Amazon hefur í nokkurn tíma selt einar 3 gerðir Fiat bíla á vef sínum og greindi frá því við upphaf sölu á þeim. Nú býðst fólki einnig að leigja þessa Fiat bíla og því orðið val um kaup eða leigu í gegnum vef Amazon. Amazon hefur boðið bílavarahluti á vef sínum fyrir Bandaríkjamarkað með loforði um afhendingu samdægurs. Amazon býður meðal annars bílavarahluti frá Bosch Automotive Aftermarket, sem er undirfyrirtæki Bosch og hefur það viðskiptasamband staðið í næstum 10 ár. Amazon er því alls ekki ókunnugt bílageiranum, en ætlar sér stærri hluti þar á næstunni. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
Netverslunin Amazon er að hasla sér völl í sölu bíla og hefur þegar hafið söu Fiat bíla á Ítalíu. Amazon stefnir þó á frekari landvinninga og ætlar að selja bíla á vef sínum í fleiri löndum Evrópu. Í þessu augnamiði hefur Amazon stofnað sérstaka skrifstofu sem heldur utan um bílasölu fyrirtækisins og er hún staðsett í Luxemburg. Næst í röðinni er að selja bíla í Bretlandi. Hvort meiningin er að selja aðeins nýja bíla, eða notaða að auki er ekki ljóst. Amazon hefur að undanförnu ráðið marga sérfræðinga með mikla þekkingu á bílasölu og ætlar sér greinilega stóra hluti á bílasölumarkaði. Engar yfirlýsingar um bílasölu á vegum Amazon hafa enn borist frá fyrirtækinu og svo virðist sem Amazon virði fara lágt með þessa nýju starfsemi sína. Amazon hefur í nokkurn tíma selt einar 3 gerðir Fiat bíla á vef sínum og greindi frá því við upphaf sölu á þeim. Nú býðst fólki einnig að leigja þessa Fiat bíla og því orðið val um kaup eða leigu í gegnum vef Amazon. Amazon hefur boðið bílavarahluti á vef sínum fyrir Bandaríkjamarkað með loforði um afhendingu samdægurs. Amazon býður meðal annars bílavarahluti frá Bosch Automotive Aftermarket, sem er undirfyrirtæki Bosch og hefur það viðskiptasamband staðið í næstum 10 ár. Amazon er því alls ekki ókunnugt bílageiranum, en ætlar sér stærri hluti þar á næstunni.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent