Gummi Ben 1 á 5 með strákunum okkar: „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2017 10:30 Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira