„Best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 20:30 Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira