Fór á barinn eftir að hafa verið ekinn niður af strætó Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2017 15:18 Framrúðan brotin eftir áreksturinn og hinn heppni á flugi. Þetta hreint fáránlega myndskeið náðist af manni sem ekinn var niður af tveggja hæða strætó í Reading í Bretlandi á dögunum. Eins og í myndskeiðinu sést rennur hann heillanga vegalengd eftir að strætóinn ekur hann niður en stendur jafnóðum upp og virðist alheill og óslasaður, sem ótrúlegt má telja. Hann vindur sér síðan inn um næstu hurð í götunni, sem vildi svo til að var bar. Við áreksturinn sést að framrúða strætósins brotnar og er það til vitnis um þyngd höggsins. Það er vonandi að einhver þar inni hafi keypt fyrir hann einn göróttan til að jafna sig á þessari undarlegu reynslu sem virðist hafa orðið vegna ógætilegs aksturs strætóbílstjórans. Hann virðist sannarlega vera á allt of mikilli ferð er hann ekur manninn niður og rétt sleppur reyndar við að ná einnig niður ljósastaur. Þessi heppni maður virðist eiga 9 líf eins og kötturinn, en nú á hann kannski bara 8 eftir. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
Þetta hreint fáránlega myndskeið náðist af manni sem ekinn var niður af tveggja hæða strætó í Reading í Bretlandi á dögunum. Eins og í myndskeiðinu sést rennur hann heillanga vegalengd eftir að strætóinn ekur hann niður en stendur jafnóðum upp og virðist alheill og óslasaður, sem ótrúlegt má telja. Hann vindur sér síðan inn um næstu hurð í götunni, sem vildi svo til að var bar. Við áreksturinn sést að framrúða strætósins brotnar og er það til vitnis um þyngd höggsins. Það er vonandi að einhver þar inni hafi keypt fyrir hann einn göróttan til að jafna sig á þessari undarlegu reynslu sem virðist hafa orðið vegna ógætilegs aksturs strætóbílstjórans. Hann virðist sannarlega vera á allt of mikilli ferð er hann ekur manninn niður og rétt sleppur reyndar við að ná einnig niður ljósastaur. Þessi heppni maður virðist eiga 9 líf eins og kötturinn, en nú á hann kannski bara 8 eftir.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent