Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:00 Endurnýjanlegir orkugjafar framleiddu 23,7% raforku í heiminum árið 2015 en þurfa að ná 30% árið 2020, samkvæmt hópnum. Vísir/EPA Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira