BMW 3 rafmagnsbíll til höfuðs Tesla Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2017 12:49 BMW 3-línan. BMW ætlar að kynna BMW 3-línu bíl sinn eingöngu drifinn rafmagni í september á þessu ári. Bílinn ætlar BMW að sýna á bílasýningunni í Frankfurt. Hann á að komast 400 kílómetra á fullri hleðslu og er því enginn eftirbátur Tesla Model 3 bílsins sem Tesla ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á þann 3. júlí. Af þeim bíl hefur Tesla borist um 400.000 fyrirframpantanir í. Því er það ekki nema von að aðrir bílaframleiðendur hyggist berjast við Tesla um hylli kaupenda sem greinilega eru tilbúnir til að fjárfesta í rafmagnsbílum í millistærðarflokki. Hætt er við því að BMW verði að verðleggja BMW 3 með rafmagnsdrifrás á svipuðu róli og Tesla Model 3 bíllinn svo hann eigi einhvern séns í samkeppninni, en Tesla Model S bíllinn á að kosta um 35.000 dollara í sinni ódýrustu útfærslu. BMW hefur nokkra reynslu af framleiðslu rafmagnsbíla nú þegar og hefur náð góðum árangri í sölu bæði BMW i3 rafmagnsbílsins og BMW i8 tengiltvinnbílsins fram að þessu, svo ef einhver getur keppt við Tesla á þessu sviði má segja að BMW sé einna líklegast til þess. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent
BMW ætlar að kynna BMW 3-línu bíl sinn eingöngu drifinn rafmagni í september á þessu ári. Bílinn ætlar BMW að sýna á bílasýningunni í Frankfurt. Hann á að komast 400 kílómetra á fullri hleðslu og er því enginn eftirbátur Tesla Model 3 bílsins sem Tesla ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á þann 3. júlí. Af þeim bíl hefur Tesla borist um 400.000 fyrirframpantanir í. Því er það ekki nema von að aðrir bílaframleiðendur hyggist berjast við Tesla um hylli kaupenda sem greinilega eru tilbúnir til að fjárfesta í rafmagnsbílum í millistærðarflokki. Hætt er við því að BMW verði að verðleggja BMW 3 með rafmagnsdrifrás á svipuðu róli og Tesla Model 3 bíllinn svo hann eigi einhvern séns í samkeppninni, en Tesla Model S bíllinn á að kosta um 35.000 dollara í sinni ódýrustu útfærslu. BMW hefur nokkra reynslu af framleiðslu rafmagnsbíla nú þegar og hefur náð góðum árangri í sölu bæði BMW i3 rafmagnsbílsins og BMW i8 tengiltvinnbílsins fram að þessu, svo ef einhver getur keppt við Tesla á þessu sviði má segja að BMW sé einna líklegast til þess.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent