Mikil vonbrigði að ferðamálaráðherra vilji ekki löggilda starfsheiti leiðsögumanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 11:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir ferðamálaráðherra og Indriði H. Þorláksson, formaður Félags leiðsögumanna. Vísir/Stefán/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur ekki rétt að lögvernda starf leiðsögumanna. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Formaður Félags leiðsögumanna segir svar ráðherrans mótsagnakennt og segir það mikil vonbrigði að svo ófaglega sé tekið á málum leiðsögumanna. „Mér finnst það vera ansi þunnt í roðinu þetta svar og að það sé tekið þarna á þessum málum af miklu, bæði fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi því þetta er náttúrulega eitt af þeim atriðum sem hafa áhrif á gæði þeirrar ferðaþjónustu sem verið er að selja. Ef að stjórnvöld telja ekki ástæðu til að huga að gæðamálum í þessu þá er það mikil vonbrigði að svona ófaglega skuli tekið á þessum málum,“ segir Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, í samtali við Vísi. Ætti að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsiÍ svari Þórdísar Kolbrúnar segir að lögverndun starfsheitisins leiðsögumaður hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu um nokkurt skeið, um það hafi verið lagt frumvarp sem ekki hafi náð fram að ganga og að Félag leiðsögumanna telji löggildinguna mikilvægt náttúruverndar-, gæða- og neytendamál. Það sé þó mat ráðherra að hún sé á þessu stigi ekki tímabær. „Hafa ber í huga að lögverndun starfsheitis leiðsögumanna mundi leiða til þess að ófaglærðir einstaklingar, sumir með áratugalanga reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórnvöldum til að geta titlað sig leiðsögumenn og álitaefni hvort slíkur ávinningur lögverndunar á starfsheiti leiðsögumanna vegi upp þann samfélagslega kostnað sem af slíkri löggjöf mundi hljótast. Þannig ætti löggjöf um lögverndun starfsheita að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsi nema sýnt hafi verið fram á ávinning þeirrar lögverndunar,“ segir meðal annars í svari ráðherrans. Þar segir einnig að skoða megi hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með lögverndun starfsheita með öðrum hætti. Til dæmis með samningum við fyrirtæki í ferðaþjónustu um að þau noti faglærða leiðsögumenn og kynningum og auglýsingum þar sem hvatt er til að notaðir séu faglærðir leiðsögumenn. Þá er einnig nefnt að þeir sem hafi haft leiðsögu að aðalstarfi í tiltekinn tíma geti aflað sér réttinda ef þeir sýni með hæfnisprófi að þeir búi yfir þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ljúka leiðsögumanni. Þannig komi til greina að skoða leiðir til að ná markmiðum löggildingar með öðrum leiðum. Málið sett í undarlegan farveg Indriði segir svar Þórdísar mótsagnakennt. „Í fyrsta lagi þá felur hugmyndin um löggildingu ekki í sér að eitt próf eða þess háttar verði lagt til grundvallar. Heldur myndi slík löggilding fela í sér hvaða kröfur væru gerðar. Þær kröfur eru meðal annars að uppfylla bæði einhverskonar skólagöngu, nám, mat á öðru námi eða raunfærnimat, að meta þau störf sem hafa verið unnin áður. Þetta er alþekkt í okkar íslenska kerfi. Ef litið er á hvernig þróunin hefur orðið hjá kennurum sem eru með mismunandi próf, hjá hjúkrunarfræðingum og þetta er algengt innan iðngreinanna, að það sé raunfærnimat. Viðurkenningin felur í sér blöndu af því að viðurkenna nám, reynslu og nám í öðru,“ segir Indriði. „Þetta sýnir bara að málið er sett þarna í einhvern undarlegan farveg. Meiningin með löggildingu er ekki að binda þetta við eitthvað eitt heldur að miða þetta við faglegar kröfur og ef menn sýna fram á að þeir uppfylli þær með einum eða öðrum hætti þá á það að nægja. Það væri hlutverk laga sem fela í sér löggildingu að skilgreina þessi atriði. Þannig að þarna er, þetta er mjög einkennileg nálgun hjá ráðherra og ráðuneytinu í þessum efnum.“ Indriði segir félagið lengi hafa barist fyrir lögverndun eða einhverskonar kröfum um gæði. Evrópskur staðall um menntun leiðsögumanna hafi verið staðfestur af stjórnvöldum árið 2008 en ekkert hafi síðan verið gert til að framfylgja honum. „Leiðsögumenn þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur og svara þeim væntingum sem ferðamenn hafa. Þeir eru nokkurskonar boðberar, kynna landið, sögu, náttúru og menningu og svo framvegis. Við viljum að það séu gerðar gæðakröfur að þessu leyti. Hvort sem það er í formi löggildingar eða með öðrum hætti. Það er líka rétt að minna á að ísland hefur staðfest evrópskan staðal um menntun leiðsögumanna, þær stofnanir sem mennta leiðsögumenn. Það var gert árið 2008 en það eru orðin tóm. Það hefur ekkert verið gert til að framkvæma eða uppfylla þau ákvæði sem sá staðall felur í sér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur ekki rétt að lögvernda starf leiðsögumanna. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Formaður Félags leiðsögumanna segir svar ráðherrans mótsagnakennt og segir það mikil vonbrigði að svo ófaglega sé tekið á málum leiðsögumanna. „Mér finnst það vera ansi þunnt í roðinu þetta svar og að það sé tekið þarna á þessum málum af miklu, bæði fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi því þetta er náttúrulega eitt af þeim atriðum sem hafa áhrif á gæði þeirrar ferðaþjónustu sem verið er að selja. Ef að stjórnvöld telja ekki ástæðu til að huga að gæðamálum í þessu þá er það mikil vonbrigði að svona ófaglega skuli tekið á þessum málum,“ segir Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, í samtali við Vísi. Ætti að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsiÍ svari Þórdísar Kolbrúnar segir að lögverndun starfsheitisins leiðsögumaður hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu um nokkurt skeið, um það hafi verið lagt frumvarp sem ekki hafi náð fram að ganga og að Félag leiðsögumanna telji löggildinguna mikilvægt náttúruverndar-, gæða- og neytendamál. Það sé þó mat ráðherra að hún sé á þessu stigi ekki tímabær. „Hafa ber í huga að lögverndun starfsheitis leiðsögumanna mundi leiða til þess að ófaglærðir einstaklingar, sumir með áratugalanga reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórnvöldum til að geta titlað sig leiðsögumenn og álitaefni hvort slíkur ávinningur lögverndunar á starfsheiti leiðsögumanna vegi upp þann samfélagslega kostnað sem af slíkri löggjöf mundi hljótast. Þannig ætti löggjöf um lögverndun starfsheita að miðast við að skerða ekki atvinnufrelsi nema sýnt hafi verið fram á ávinning þeirrar lögverndunar,“ segir meðal annars í svari ráðherrans. Þar segir einnig að skoða megi hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með lögverndun starfsheita með öðrum hætti. Til dæmis með samningum við fyrirtæki í ferðaþjónustu um að þau noti faglærða leiðsögumenn og kynningum og auglýsingum þar sem hvatt er til að notaðir séu faglærðir leiðsögumenn. Þá er einnig nefnt að þeir sem hafi haft leiðsögu að aðalstarfi í tiltekinn tíma geti aflað sér réttinda ef þeir sýni með hæfnisprófi að þeir búi yfir þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ljúka leiðsögumanni. Þannig komi til greina að skoða leiðir til að ná markmiðum löggildingar með öðrum leiðum. Málið sett í undarlegan farveg Indriði segir svar Þórdísar mótsagnakennt. „Í fyrsta lagi þá felur hugmyndin um löggildingu ekki í sér að eitt próf eða þess háttar verði lagt til grundvallar. Heldur myndi slík löggilding fela í sér hvaða kröfur væru gerðar. Þær kröfur eru meðal annars að uppfylla bæði einhverskonar skólagöngu, nám, mat á öðru námi eða raunfærnimat, að meta þau störf sem hafa verið unnin áður. Þetta er alþekkt í okkar íslenska kerfi. Ef litið er á hvernig þróunin hefur orðið hjá kennurum sem eru með mismunandi próf, hjá hjúkrunarfræðingum og þetta er algengt innan iðngreinanna, að það sé raunfærnimat. Viðurkenningin felur í sér blöndu af því að viðurkenna nám, reynslu og nám í öðru,“ segir Indriði. „Þetta sýnir bara að málið er sett þarna í einhvern undarlegan farveg. Meiningin með löggildingu er ekki að binda þetta við eitthvað eitt heldur að miða þetta við faglegar kröfur og ef menn sýna fram á að þeir uppfylli þær með einum eða öðrum hætti þá á það að nægja. Það væri hlutverk laga sem fela í sér löggildingu að skilgreina þessi atriði. Þannig að þarna er, þetta er mjög einkennileg nálgun hjá ráðherra og ráðuneytinu í þessum efnum.“ Indriði segir félagið lengi hafa barist fyrir lögverndun eða einhverskonar kröfum um gæði. Evrópskur staðall um menntun leiðsögumanna hafi verið staðfestur af stjórnvöldum árið 2008 en ekkert hafi síðan verið gert til að framfylgja honum. „Leiðsögumenn þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur og svara þeim væntingum sem ferðamenn hafa. Þeir eru nokkurskonar boðberar, kynna landið, sögu, náttúru og menningu og svo framvegis. Við viljum að það séu gerðar gæðakröfur að þessu leyti. Hvort sem það er í formi löggildingar eða með öðrum hætti. Það er líka rétt að minna á að ísland hefur staðfest evrópskan staðal um menntun leiðsögumanna, þær stofnanir sem mennta leiðsögumenn. Það var gert árið 2008 en það eru orðin tóm. Það hefur ekkert verið gert til að framkvæma eða uppfylla þau ákvæði sem sá staðall felur í sér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira