Arnarlax gerir ráð fyrir 2,3 milljarða hagnaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Vísir/Pjetur Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði fjörutíu milljónum norskra króna, sem jafngildir tæplega 489 milljónum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið slátraði tvö þúsund tonnum af laxi á tímabilinu og stefnir á að slátra tíu þúsund tonnum á árinu, að sögn Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax. Aðeins er rúmt ár síðan fyrirtækið hóf laxaslátrun. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust verulega á fyrsta fjórðungi og námu alls 146 milljónum norskra króna eða tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru rekstrartekjur 247 milljónir norskra króna á síðasta ári. Alls slátraði fyrirtækið fjögur þúsund tonnum af heilum fiski í fyrra. Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða króna hagnaði fyrir skatta í fyrra, en hagnaðartalan er fengin með því að meta meðal annars lífmassann í sjókvíum fyrirtækisins á Bíldudal á markaðsverði. Þó ber að taka fram að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrirtækisins var neikvæður um 21 milljón króna á árinu. Það skýrist meðal annars af háum framleiðslukostnaði og eins kostnaði sem féll til vegna sameiningar Arnarlax og Fjarðalax, að því er fram kemur í uppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins SalMar, sem er kjölfestufjárfestir í Arnarlaxi. Kjartan segir fyrirtækið áætla að EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði um tuttugu milljónir evra á þessu ári, jafnvirði 2,35 milljarða króna.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax„Reksturinn hefur gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Í núverandi árferði er verðið á laxi mjög hátt og markaðsaðstæður almennt sterkar,“ segir hann í samtali við blaðið. Mikil eftirspurn sé eftir laxinum. „Laxinn er ferskvara sem fer beint á markað. Rekjanleiki og gegnsæi í framleiðslunni er mikið. Það fara um fjórir trukkar á dag frá Bíldudal í skipi eða flugi. Við höfum náð að skapa okkur nokkuð sterka stöðu á mörkuðum,“ útskýrir hann og bætir við að um 60 til 70 prósent af framleiðslunni fari til Whole Foods í Bandaríkjunum, tíu prósent á heimamarkað og afgangurinn til Evrópu. Kjartan segir fyrirtækið stefna að því að auka framleiðsluna í 12.500 tonn á næstu tveimur árum. Leyfamálin séu þó þröskuldur. Til þess að hægt sé að byggja upp meiri afkastagetu í seiðaframleiðslu þurfi stjórnvöld að skýra stöðu leyfamála og útgáfu nýrra leyfa til eldis. Fyrr á árinu seldi Tryggingamiðstöðin þriggja prósenta hlut í Kvitholmen, móðurfélagi Arnarlax, fyrir jafnvirði um 470 milljóna króna. Í viðskiptunum var Arnarlax þannig metinn á um sextán milljarða. Að viðbættum skuldum gæti heildarvirði fyrirtækisins verið hátt í tuttugu milljarðar. TM heldur um 4,4 prósenta hlut í Kvitholmen eftir viðskiptin. Kaupendur voru nokkrir norskir fagfjárfestasjóðir og hluthafar í Kvitholmen, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska fyrirtækið SalMar eignaðist tæplega 23 prósenta hlut í Arnarlaxi snemma á síðasta ári og bætti síðan við hlut sinn þegar Arnarlax sameinaðist Fjarðalax síðar á árinu. Lánaði SalMar þá öðrum eigendum Arnarlax um 240 milljónir norskra króna vegna hlutafjáraukningar. Í uppgjöri SalMar fyrir fyrsta fjórðung ársins kemur fram að félagið eigi 34 prósenta hlut í Arnarlaxi í gegnum annað norskt félag, SalMus. Feðgarnir Matthías Garðarsson, einn af stofnendum Arnarlax, og Kristian Matthíasson eru eftir sem áður kjölfestufjárfestar í Arnarlaxi. Aðrir hluthafar eru meðal annars norskir fjárfestar, norsk félög sem tengjast Matthíasi og TM. Norsk laxeldisfyrirtæki hafa haslað sér völl hér á landi undanfarna mánuði og fjárfest í fjölmörgum íslenskum eldisfyrirtækjum. Ástæðan er að hluta til sú að verð á leyfum til laxeldis hefur hækkað verulega í Noregi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði fjörutíu milljónum norskra króna, sem jafngildir tæplega 489 milljónum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið slátraði tvö þúsund tonnum af laxi á tímabilinu og stefnir á að slátra tíu þúsund tonnum á árinu, að sögn Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax. Aðeins er rúmt ár síðan fyrirtækið hóf laxaslátrun. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust verulega á fyrsta fjórðungi og námu alls 146 milljónum norskra króna eða tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru rekstrartekjur 247 milljónir norskra króna á síðasta ári. Alls slátraði fyrirtækið fjögur þúsund tonnum af heilum fiski í fyrra. Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða króna hagnaði fyrir skatta í fyrra, en hagnaðartalan er fengin með því að meta meðal annars lífmassann í sjókvíum fyrirtækisins á Bíldudal á markaðsverði. Þó ber að taka fram að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrirtækisins var neikvæður um 21 milljón króna á árinu. Það skýrist meðal annars af háum framleiðslukostnaði og eins kostnaði sem féll til vegna sameiningar Arnarlax og Fjarðalax, að því er fram kemur í uppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins SalMar, sem er kjölfestufjárfestir í Arnarlaxi. Kjartan segir fyrirtækið áætla að EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði um tuttugu milljónir evra á þessu ári, jafnvirði 2,35 milljarða króna.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax„Reksturinn hefur gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Í núverandi árferði er verðið á laxi mjög hátt og markaðsaðstæður almennt sterkar,“ segir hann í samtali við blaðið. Mikil eftirspurn sé eftir laxinum. „Laxinn er ferskvara sem fer beint á markað. Rekjanleiki og gegnsæi í framleiðslunni er mikið. Það fara um fjórir trukkar á dag frá Bíldudal í skipi eða flugi. Við höfum náð að skapa okkur nokkuð sterka stöðu á mörkuðum,“ útskýrir hann og bætir við að um 60 til 70 prósent af framleiðslunni fari til Whole Foods í Bandaríkjunum, tíu prósent á heimamarkað og afgangurinn til Evrópu. Kjartan segir fyrirtækið stefna að því að auka framleiðsluna í 12.500 tonn á næstu tveimur árum. Leyfamálin séu þó þröskuldur. Til þess að hægt sé að byggja upp meiri afkastagetu í seiðaframleiðslu þurfi stjórnvöld að skýra stöðu leyfamála og útgáfu nýrra leyfa til eldis. Fyrr á árinu seldi Tryggingamiðstöðin þriggja prósenta hlut í Kvitholmen, móðurfélagi Arnarlax, fyrir jafnvirði um 470 milljóna króna. Í viðskiptunum var Arnarlax þannig metinn á um sextán milljarða. Að viðbættum skuldum gæti heildarvirði fyrirtækisins verið hátt í tuttugu milljarðar. TM heldur um 4,4 prósenta hlut í Kvitholmen eftir viðskiptin. Kaupendur voru nokkrir norskir fagfjárfestasjóðir og hluthafar í Kvitholmen, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska fyrirtækið SalMar eignaðist tæplega 23 prósenta hlut í Arnarlaxi snemma á síðasta ári og bætti síðan við hlut sinn þegar Arnarlax sameinaðist Fjarðalax síðar á árinu. Lánaði SalMar þá öðrum eigendum Arnarlax um 240 milljónir norskra króna vegna hlutafjáraukningar. Í uppgjöri SalMar fyrir fyrsta fjórðung ársins kemur fram að félagið eigi 34 prósenta hlut í Arnarlaxi í gegnum annað norskt félag, SalMus. Feðgarnir Matthías Garðarsson, einn af stofnendum Arnarlax, og Kristian Matthíasson eru eftir sem áður kjölfestufjárfestar í Arnarlaxi. Aðrir hluthafar eru meðal annars norskir fjárfestar, norsk félög sem tengjast Matthíasi og TM. Norsk laxeldisfyrirtæki hafa haslað sér völl hér á landi undanfarna mánuði og fjárfest í fjölmörgum íslenskum eldisfyrirtækjum. Ástæðan er að hluta til sú að verð á leyfum til laxeldis hefur hækkað verulega í Noregi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira