Arnarlax gerir ráð fyrir 2,3 milljarða hagnaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Vísir/Pjetur Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði fjörutíu milljónum norskra króna, sem jafngildir tæplega 489 milljónum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið slátraði tvö þúsund tonnum af laxi á tímabilinu og stefnir á að slátra tíu þúsund tonnum á árinu, að sögn Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax. Aðeins er rúmt ár síðan fyrirtækið hóf laxaslátrun. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust verulega á fyrsta fjórðungi og námu alls 146 milljónum norskra króna eða tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru rekstrartekjur 247 milljónir norskra króna á síðasta ári. Alls slátraði fyrirtækið fjögur þúsund tonnum af heilum fiski í fyrra. Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða króna hagnaði fyrir skatta í fyrra, en hagnaðartalan er fengin með því að meta meðal annars lífmassann í sjókvíum fyrirtækisins á Bíldudal á markaðsverði. Þó ber að taka fram að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrirtækisins var neikvæður um 21 milljón króna á árinu. Það skýrist meðal annars af háum framleiðslukostnaði og eins kostnaði sem féll til vegna sameiningar Arnarlax og Fjarðalax, að því er fram kemur í uppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins SalMar, sem er kjölfestufjárfestir í Arnarlaxi. Kjartan segir fyrirtækið áætla að EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði um tuttugu milljónir evra á þessu ári, jafnvirði 2,35 milljarða króna.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax„Reksturinn hefur gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Í núverandi árferði er verðið á laxi mjög hátt og markaðsaðstæður almennt sterkar,“ segir hann í samtali við blaðið. Mikil eftirspurn sé eftir laxinum. „Laxinn er ferskvara sem fer beint á markað. Rekjanleiki og gegnsæi í framleiðslunni er mikið. Það fara um fjórir trukkar á dag frá Bíldudal í skipi eða flugi. Við höfum náð að skapa okkur nokkuð sterka stöðu á mörkuðum,“ útskýrir hann og bætir við að um 60 til 70 prósent af framleiðslunni fari til Whole Foods í Bandaríkjunum, tíu prósent á heimamarkað og afgangurinn til Evrópu. Kjartan segir fyrirtækið stefna að því að auka framleiðsluna í 12.500 tonn á næstu tveimur árum. Leyfamálin séu þó þröskuldur. Til þess að hægt sé að byggja upp meiri afkastagetu í seiðaframleiðslu þurfi stjórnvöld að skýra stöðu leyfamála og útgáfu nýrra leyfa til eldis. Fyrr á árinu seldi Tryggingamiðstöðin þriggja prósenta hlut í Kvitholmen, móðurfélagi Arnarlax, fyrir jafnvirði um 470 milljóna króna. Í viðskiptunum var Arnarlax þannig metinn á um sextán milljarða. Að viðbættum skuldum gæti heildarvirði fyrirtækisins verið hátt í tuttugu milljarðar. TM heldur um 4,4 prósenta hlut í Kvitholmen eftir viðskiptin. Kaupendur voru nokkrir norskir fagfjárfestasjóðir og hluthafar í Kvitholmen, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska fyrirtækið SalMar eignaðist tæplega 23 prósenta hlut í Arnarlaxi snemma á síðasta ári og bætti síðan við hlut sinn þegar Arnarlax sameinaðist Fjarðalax síðar á árinu. Lánaði SalMar þá öðrum eigendum Arnarlax um 240 milljónir norskra króna vegna hlutafjáraukningar. Í uppgjöri SalMar fyrir fyrsta fjórðung ársins kemur fram að félagið eigi 34 prósenta hlut í Arnarlaxi í gegnum annað norskt félag, SalMus. Feðgarnir Matthías Garðarsson, einn af stofnendum Arnarlax, og Kristian Matthíasson eru eftir sem áður kjölfestufjárfestar í Arnarlaxi. Aðrir hluthafar eru meðal annars norskir fjárfestar, norsk félög sem tengjast Matthíasi og TM. Norsk laxeldisfyrirtæki hafa haslað sér völl hér á landi undanfarna mánuði og fjárfest í fjölmörgum íslenskum eldisfyrirtækjum. Ástæðan er að hluta til sú að verð á leyfum til laxeldis hefur hækkað verulega í Noregi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði fjörutíu milljónum norskra króna, sem jafngildir tæplega 489 milljónum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið slátraði tvö þúsund tonnum af laxi á tímabilinu og stefnir á að slátra tíu þúsund tonnum á árinu, að sögn Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax. Aðeins er rúmt ár síðan fyrirtækið hóf laxaslátrun. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust verulega á fyrsta fjórðungi og námu alls 146 milljónum norskra króna eða tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru rekstrartekjur 247 milljónir norskra króna á síðasta ári. Alls slátraði fyrirtækið fjögur þúsund tonnum af heilum fiski í fyrra. Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða króna hagnaði fyrir skatta í fyrra, en hagnaðartalan er fengin með því að meta meðal annars lífmassann í sjókvíum fyrirtækisins á Bíldudal á markaðsverði. Þó ber að taka fram að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrirtækisins var neikvæður um 21 milljón króna á árinu. Það skýrist meðal annars af háum framleiðslukostnaði og eins kostnaði sem féll til vegna sameiningar Arnarlax og Fjarðalax, að því er fram kemur í uppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins SalMar, sem er kjölfestufjárfestir í Arnarlaxi. Kjartan segir fyrirtækið áætla að EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði um tuttugu milljónir evra á þessu ári, jafnvirði 2,35 milljarða króna.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax„Reksturinn hefur gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Í núverandi árferði er verðið á laxi mjög hátt og markaðsaðstæður almennt sterkar,“ segir hann í samtali við blaðið. Mikil eftirspurn sé eftir laxinum. „Laxinn er ferskvara sem fer beint á markað. Rekjanleiki og gegnsæi í framleiðslunni er mikið. Það fara um fjórir trukkar á dag frá Bíldudal í skipi eða flugi. Við höfum náð að skapa okkur nokkuð sterka stöðu á mörkuðum,“ útskýrir hann og bætir við að um 60 til 70 prósent af framleiðslunni fari til Whole Foods í Bandaríkjunum, tíu prósent á heimamarkað og afgangurinn til Evrópu. Kjartan segir fyrirtækið stefna að því að auka framleiðsluna í 12.500 tonn á næstu tveimur árum. Leyfamálin séu þó þröskuldur. Til þess að hægt sé að byggja upp meiri afkastagetu í seiðaframleiðslu þurfi stjórnvöld að skýra stöðu leyfamála og útgáfu nýrra leyfa til eldis. Fyrr á árinu seldi Tryggingamiðstöðin þriggja prósenta hlut í Kvitholmen, móðurfélagi Arnarlax, fyrir jafnvirði um 470 milljóna króna. Í viðskiptunum var Arnarlax þannig metinn á um sextán milljarða. Að viðbættum skuldum gæti heildarvirði fyrirtækisins verið hátt í tuttugu milljarðar. TM heldur um 4,4 prósenta hlut í Kvitholmen eftir viðskiptin. Kaupendur voru nokkrir norskir fagfjárfestasjóðir og hluthafar í Kvitholmen, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska fyrirtækið SalMar eignaðist tæplega 23 prósenta hlut í Arnarlaxi snemma á síðasta ári og bætti síðan við hlut sinn þegar Arnarlax sameinaðist Fjarðalax síðar á árinu. Lánaði SalMar þá öðrum eigendum Arnarlax um 240 milljónir norskra króna vegna hlutafjáraukningar. Í uppgjöri SalMar fyrir fyrsta fjórðung ársins kemur fram að félagið eigi 34 prósenta hlut í Arnarlaxi í gegnum annað norskt félag, SalMus. Feðgarnir Matthías Garðarsson, einn af stofnendum Arnarlax, og Kristian Matthíasson eru eftir sem áður kjölfestufjárfestar í Arnarlaxi. Aðrir hluthafar eru meðal annars norskir fjárfestar, norsk félög sem tengjast Matthíasi og TM. Norsk laxeldisfyrirtæki hafa haslað sér völl hér á landi undanfarna mánuði og fjárfest í fjölmörgum íslenskum eldisfyrirtækjum. Ástæðan er að hluta til sú að verð á leyfum til laxeldis hefur hækkað verulega í Noregi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira