Tóku heimilið í gegn á lygilega skömmum tíma Guðný Hrönn skrifar 28. júní 2017 09:30 Heimilið er gjörbeytt og það sést glögglega þegar "fyrir og eftir" myndir eru skoðaðar. Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar. Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar.
Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira