Að læsa og henda lyklinum Bjarni Karlsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. Til dæmis það að koma í veg fyrir ofbeldi eins og barnaníð. Við viljum að grasið vaxi, hundseðlið sé samt við sig og bíllinn sé notaður og erum því sátt við að slá gras, fara í göngur og munda kústinn. Ofbeldi er annarrar gerðar. Við viljum það ekki og viljum ekki samþykkja hvatirnar sem til þess leiða. Þess vegna getum við ekki nálgast málefnið með afleiðingar einar í huga heldur verðum líka að horfa á orsakir. Ef kynferðisleg ásælni gagnvart börnum á rætur í vanmætti geranda og vanhæfni hans til að mynda jafningjatengsl, eins og margir telja, þá er hugmyndin sem nú er vinsæl hjá ráðamönnum og almenningi; að læsa bara gerandann inni og henda lyklinum, líklegri til að viðhalda kynferðisofbeldi gagnvart börnum en hitt. Árangursríkara væri að ræða hispurslaust um mannlegar þrár, tilfinningar og reynslu, halda hvert öðru vakandi og ábyrgu og móta samfélag þar sem ekki er rými fyrir markaleysi og yfirgang. Barnaníð er ófyrirgefanlegt. Það er satt. En það er jafn satt að þjóðfélag sem ekki kann skil á því hvernig hið ófyrirgefanlega er fyrirgefið mun sitja fast í þeim hjólförum að fást sífellt við afleiðingar ofbeldis fremur en kljást við orsakir þess. Og það versta er að með því að ljá ofbeldisverknaði eilífðargildi festum við hann í sessi og skiljum þolendur jafnt sem gerendur eftir í hurðalausu helvíti. Að læsa og henda lyklinum er uppgjöf fyrir ofbeldinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. Til dæmis það að koma í veg fyrir ofbeldi eins og barnaníð. Við viljum að grasið vaxi, hundseðlið sé samt við sig og bíllinn sé notaður og erum því sátt við að slá gras, fara í göngur og munda kústinn. Ofbeldi er annarrar gerðar. Við viljum það ekki og viljum ekki samþykkja hvatirnar sem til þess leiða. Þess vegna getum við ekki nálgast málefnið með afleiðingar einar í huga heldur verðum líka að horfa á orsakir. Ef kynferðisleg ásælni gagnvart börnum á rætur í vanmætti geranda og vanhæfni hans til að mynda jafningjatengsl, eins og margir telja, þá er hugmyndin sem nú er vinsæl hjá ráðamönnum og almenningi; að læsa bara gerandann inni og henda lyklinum, líklegri til að viðhalda kynferðisofbeldi gagnvart börnum en hitt. Árangursríkara væri að ræða hispurslaust um mannlegar þrár, tilfinningar og reynslu, halda hvert öðru vakandi og ábyrgu og móta samfélag þar sem ekki er rými fyrir markaleysi og yfirgang. Barnaníð er ófyrirgefanlegt. Það er satt. En það er jafn satt að þjóðfélag sem ekki kann skil á því hvernig hið ófyrirgefanlega er fyrirgefið mun sitja fast í þeim hjólförum að fást sífellt við afleiðingar ofbeldis fremur en kljást við orsakir þess. Og það versta er að með því að ljá ofbeldisverknaði eilífðargildi festum við hann í sessi og skiljum þolendur jafnt sem gerendur eftir í hurðalausu helvíti. Að læsa og henda lyklinum er uppgjöf fyrir ofbeldinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun