12 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 15:00 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum. Manninum var gefið að sök að hafa þann 29. júlí árið 2016 staðið að smygli á 665 grömmum af hassi til Grænlands frá Íslandi. Maðurinn flutti efnin sem farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat í Grænlandi, falin í líkama sínum í 107 pakkningum. Þá var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi með því að hafa kýlt föður sinn í höfuð og andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla bólgu og mar við vinstra auga, skurð á efra augnloki vinstra megin og brot á andlitsbeinum vinstra megin. „Nánar tiltekið var brotakerfi á mótum nefbeins, augntóftarbeins og sáldbeins, stærsti lausi beinbitinn á svæðinu var innkýldur og tilfærður og brotakerfið lá í gegnum augntóftarbeinsbotninn þar sem beinflaski var laus og gekk niður í kinnholuna. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist, hornhimna augans rispaðist og hann hlaut nokkra tvísýni,“ segir í dómnum. Maðurinn á sér talsverðan sakaferil. Frá árinu hefur hann hlotið 18 refsidóma og gengist undir lögreglustjórasátt vegna ýmissa brota gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ekki hefur þótt ástæða til að skilorðsbinda fangelsisdóma sem hann hefur hlotið frá árinu 2003.Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá voru gerð upptæk 550,18 grömm af hassi, auk umbúða, 9 kannabisplöntur og aðrir munir sem lögregla lagði hald á, þ.e. 9 blómapottar, einn 4 tommu barki, þrír plastbakkar, loftblásari, loftsía, tvær rafmagnsviftur, spennugjafi fyrir ræktunarlampa, gróðurtjald, gróðurhúsalampi, fimm plastfötur ásamt plastbökkum, tvö rafmagnsfjöltengi, tímarofi og stálsúlur til að halda upp gróðurtjaldi. Þá er manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum. Manninum var gefið að sök að hafa þann 29. júlí árið 2016 staðið að smygli á 665 grömmum af hassi til Grænlands frá Íslandi. Maðurinn flutti efnin sem farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat í Grænlandi, falin í líkama sínum í 107 pakkningum. Þá var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi með því að hafa kýlt föður sinn í höfuð og andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla bólgu og mar við vinstra auga, skurð á efra augnloki vinstra megin og brot á andlitsbeinum vinstra megin. „Nánar tiltekið var brotakerfi á mótum nefbeins, augntóftarbeins og sáldbeins, stærsti lausi beinbitinn á svæðinu var innkýldur og tilfærður og brotakerfið lá í gegnum augntóftarbeinsbotninn þar sem beinflaski var laus og gekk niður í kinnholuna. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist, hornhimna augans rispaðist og hann hlaut nokkra tvísýni,“ segir í dómnum. Maðurinn á sér talsverðan sakaferil. Frá árinu hefur hann hlotið 18 refsidóma og gengist undir lögreglustjórasátt vegna ýmissa brota gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ekki hefur þótt ástæða til að skilorðsbinda fangelsisdóma sem hann hefur hlotið frá árinu 2003.Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá voru gerð upptæk 550,18 grömm af hassi, auk umbúða, 9 kannabisplöntur og aðrir munir sem lögregla lagði hald á, þ.e. 9 blómapottar, einn 4 tommu barki, þrír plastbakkar, loftblásari, loftsía, tvær rafmagnsviftur, spennugjafi fyrir ræktunarlampa, gróðurtjald, gróðurhúsalampi, fimm plastfötur ásamt plastbökkum, tvö rafmagnsfjöltengi, tímarofi og stálsúlur til að halda upp gróðurtjaldi. Þá er manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira